Margt brallað á miðvikudegi

Fyrsta nótt barnanna í 1. flokki á Eiðum gekk ótrúlega vel. Vissulega þurftu sumir sinn tíma til að sofna en allir sváfu svo vært alla nóttina.
Bogi aðstoðarsumarbúðastjóri vakti hópinn kl. 8:30 með ljúfum gítartónum og morgunmatur var fram borinn kl. 9.
Þar sem nokkuð hefur rignt í dag hefur dagskráin að hluta til verið inni. Í morgun fór þannig fram hárgreiðslukeppni sem mjög margir tóku þátt í, fótboltaspilsmót á ganginum og perlur o.fl. föndur í boði.
Við fengum svo í heimsókn gestaleiðtoga, hana Hlín, sem stjórnaði Kubb-móti úti sem flestir kepptu í þrátt fyrir vætuna.

Hádegismatur dagsins var ljúffengur, steiktur fiskur en með honum borðuðum við m.a. heimabakað rúgbrauð.
Síðan var komið að fræðslustund dagsins þar sem sagan um Jósef hélt áfram í bland við söngva og bænir. Það er gaman að sjá hvað krakkarnir taka vel eftir og eru dugleg að svara þegar við spyrjum þau út úr sögu dagsins.
Í föndurstund dagsins var unnið að gerð vinabanda og herbergisfélagar unnu saman að merkispjöldum á dyrnar hjá sér.

Eftir heimabakað góðgæti í kaffitímanum hófst tiltekt á herbergjum sem menn sinntu af ótrúlegu kappi enda stjörnugjöf í húfi! Svo var kominn tími á að klæða sig í regnfötin og skella sér í meiri útivist. Æsispennandi brennómót fór fram á vellinum og knattspyrnutaktarnir rifjaðir upp að auki. Þrátt fyrir svalt og vott veður vildu margir síðan fara að vaða í vatninu í stígvélum og öðru tilheyrandi og reyndist það hin besta skemmtun.
 
Tortillur með öllu sem til heyrir voru í kvöldmatinn og svo skemmtileg kvöldvaka í umsjón herbergja 2, 5 og 10.
 
Bogi sagði okkur svo sögu úr Biblíunni fyrir svefninn og sýndi okkur smá biblíu-galdur :-)
Langflestir voru fljótir að sofna að þessu sinni.

Komnar eru myndir í albúmið 1. flokkur 2014!
 
Með sumarbúðakveðju, leiðtogarnir

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband