Ævintýraflokkur að basla, en ekki í basli

Það var notalegt gærkvöldið hjá ævintýraflokknum, strákarnir héldu út á tjörn á kanóa á meðan stúlkurnar fóru á árabátum út í Fjaðurey. Báðir hóparnir nutu sín vel og þegar heim var komið beið rjúkandi heitt kakó til að ylja og kúmenbrauð með.
Hópurinn sofnaði vært og rótt eftir viðburðaríkan dag.
Í dag hélt hópurinn í Fáranleika sem er fastur liður hér í sumarbúðunum. Hádegismaturinn var ekki af verri endanum; kjúklingur og franskar. Borðskreytingar Jónu Bjargar slógu í gegn og hópurinn klappaði duglega fyrir matráðskonunum okkar.
Eftir hádegi vann hópurinn með tréplatta, hver með sinn fékk tækifæri til að þróa og vinna hann áfram og úr á eftir að verða afskaplega gott sæti - fullkomnir til að eiga rólega stund í íhugun.
Það er hinsvegar engin íhugun í gangi hér í búðunum núna því eftir skúffukökukaffitíma hélt hópurinn út að vaða og basla um í vatninu. Er hér að rætast langþráður draumur en hópurinn er búinn að biðja oftar en einu sinni og oftar en tvisvar um að fá að vaða hér og það var ákveðið að það væri nú ekki almennilegur ævintyraflokkur ef krakkarnir fengu ekki að dýfa eins og tveimur tásum ofan í vatn!
Framundan er svo dúndur kvöldvaka sem herbergi 3 og 7 mun sjá um.

 

« Síðasta færsla

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband