Hæ, hó og jibbí jei!

Já, hér við Eiðavatn er gríðarlega góð stemmning enda dagarnir viðburðaríkir.
17.júní hefur hér í dag verið haldinn hátíðlegur og byrjuðu börnin daginn á því að kíkja á árabáta, fara að veiða (og búið að veiða heila tvo fiska, sem er algjört met!), spila kubb og í fótbolta. Kl. 12 var hátíðarmatur, kjúklingur og franskar og Kristjana og Jóna Björg búnar að gera salinn svo afskaplega glæsilegan.
Hóparnir undirbjuggu í framhaldi guðsþjónustu sem sr. Davíð Þór Jónsson leiddi, og fengust þau ýmist við myndlist og skreytingar, tónlist, leiklist og bænagerð.
Gafst þetta afskaplega vel og var mjög skemmtilegt.
Foreldrar voru boðnir sérstaklega velkomnir um miðdaginn og var það skemmtileg nýjung að fá þá í heimsókn í miðjum flokki. Boðið var upp á kökur og kaffi og sýndu börnin foreldrunum tímabundin heimkynnin.
Í framhaldinu hélt hópurinn út í rústir að skoða sig um og fara í leiki.
Allir hópar fá að skipuleggja kvöldvökur og hafa þær verið ávísun að miklu stuði. Framundan er ein slík í kvöld að kvöldverði loknum og óhætt að lofa áframhaldandi stemmningu!

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband