Næst síðasti dagurinn!

Það er búið að vera mikið fjör - því hér eru jú fjörugir krakkar - og gengið stórslysalaust þó óvenju mikið hafi verið um heimsóknir á heilsugæsluna í þessum flokki; mest hefur það þó verið hláturkrampar og ofsakæti og allir sáttir; sérstaklega veiðimennirnir í flokknum sem hafa mokað inn bleikjum.

asi ad leika

Rétt er að láta vita af því að flickr-síða sumarbúðanna er virk núna og mun betra að skoða myndir af sumarbúðastarfinu þar í bili - við hlöðum myndum þar inn eins og við getum. Í dag var verið að veiða og ratleikurinn klassíski tókst vel - en eftir hádegi fórum við á kanóa á Tjörninni hér innfrá. Við höfum komist hjá mestu rigningunum og allir bera sig vel; jafnvel okkar slasaðasta fólk ;) enda ekkert nema ævintýri í gangi hér.

Þó venjulega teygist á því að börnin séu með heimþrá hefur ekki borið á því að ráði eftir heimsóknina í gær - og varla að morgundagurinn verði nóg fyrir alla; sum ætla reyna skrá sig aftur í sumar, en aðra farið að hlakka til að koma aftur að ári.

Við sendum bestu kveðjur frá krökkunum öllum og setjum inn nokkrar myndir hingað þegar færi gefst á því. Sumarbúðafólkið. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gott að lesa hvað það er gaman hjá ykkur :) en er hægt að fá slóðina á flickr síðuna ykkar? :) 

Sandra mamma Katrínar (IP-tala skráð) 18.6.2015 kl. 17:47

2 identicon

Haha sé að minn maður er að fíla sig í botn.. Skemmtið ykkur vel síðasta sólahringinn :) 

kveðja 
Sigga Magga

Sigga Magga Mamma Hlyns Fannars (IP-tala skráð) 18.6.2015 kl. 18:30

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband