2. dagur hjá 3.flokki - ennþá meira stuð!

Já það vantar ekki fjörið hér í sumarbúðirnar.
Það má segja að dagurinn í dag hafi verið hálfgerður bátadagur því við byrjuðum í morgun á því að kíkja út á árabátana og núna var hópurinn að koma inn eftir skemmtilega ferð á tjörn þar sem allir fengu að prufa að róa á kanó.
Báðar ferðirnar gengu ótrúlega vel, enda krakkarnir hressir, duglegir að hlusta og læra.
Póstberinn Bóas er búinn að slá í gegn í vikunni og kíkti aftur í heimsókn í fræðslustundinni. Þar læra börnin ýmislegt mikilvægt um gildi lífsins, það er sungið og horft á leikþáttinn um Bóas og félaga.
Kvöldvakan í gær var algjör hlátursbomba og óhætt að fullyrða að kvöldið í kvöld verður jafn hressilegt.
Á meðan þessi orð hér eru skrifuð leggja börnin lokahönd á óskasteina sem þau hafa þæft alveg sjálf, reyndar með smá hjálp frá snillingunum Þóreyju Birnu og Kristjönu.
Hópurinn er sæmilega dasaður eftir þennan viðburðaríka dag og hlakkar til að gæða sér á gómsætum kvöldmatnum ala Kristjana.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband