3.flokkur mættur í hús, nú verður gaman!

Nú er hingað mættur 3.flokkur sumarsins. Þetta er ótrúlega flottur hópur af ungu fólki sem ætlar sér greinilega að gera góða viku með okkur starfsfólkinu.
Dagurinn byrjaði á því að við kynntumst öll og fórum í skemmtilega leiki. Svo kynntumst við aðalkonunum hér í sumarbúðunum: Kristjönu og Guðnýju. Þær gáfu okkur dýrindishádegismat og það voru saddir krakkar sem mættu í fyrstu fræðslustundina. Bóas póstburðarmaður var í ægilegum vandræðum og hópurinn hló nú mikið af grey kallinum. Eftir góða fræðslustund tók við ýmiskonar skemmtilegt föndur, meðal annars var hin klassíska skilta gerð þar sem krakkarnir bjuggu til skilti á herbergin sín.
Eftir kaffitímann var síðan haldið út í rústir, heldur betur spennandi ferðalag þar á ferð. Þar var farið í litaleik og fleiri góða út í náttúrunni. Allir að njóta góða veðursins, þó að blási smá.
Vikan lítur dásamlega út, hópurinn er sprækur og viðmótsljúfur og gefur heldur betur fögur fyrirheit.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband