Sæludagur í sumarbúðum

Lífið gengur sinn gang hér í sumarbúðunum við Eiðavatn.
Nú í dag var sérstakur dagur en eftir hádegið undirbjuggu krakkarnir guðsþjónustu; leik, söng og bænir. Allt gekk ótrúlega vel og var sérstaklega gaman að fá hann Sr.Vigfús til að leiða stundina.
Maturinn er alltaf jafn ótrúlega góður og hefur þessi dagur verið sérstök veisla, enda svokallaður sparidagur. Þá fóru allir krakkarnir í sturtu, hrein og fín föt og nutu þess að borða úrvals kjúkling.
Myndir voru teknar af hópnum við þetta tilefni sem rata munu svo á síðuna.
Nú í morgun voru fáranleikarnir haldnir hátíðlegir - ótrúlega skrýtnir ólympíuleikar þar á ferð.
Mál málanna einmitt núna er hinsvegar kvöldvaka leiðtoganna en krakkarnir eru virkilega spenntir fyrir að sjá hvaða grín og glens leiðtogarnir hafa að geyma upp í erminni.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband