Fjör á fimmtudegi

Áfram rúllar lífið hér á Eiðum og enn er gleðin við völd.
Dagurinn byrjaði á veiðiferð hjá öllum þeim sem tóku veiðistöng með sér. Því miður veiddum við ekkert að sinni, nema þá góða stemmningu og skemmtilega lífsreynslu.
Aðrir nældu sér líka í stemmningu og lífsreynslu niðrá velli þar sem var gripið í marga skemmtilega leiki. Stórfiskaleikurinn sló algjörlega í gegn þegar stórfiskurinn Hjalti sumarbúðastjóri mætti á svæðið og tók góðan sprett eftir snöggum krökkunum.
Maturinn hér í sumarbúðum er alltaf jafn bragðgóður og það er fátt sem að toppar fiskibollurnar hennar Kristjönu. Fræðslustund var eftir hádegi þar sem börnin fræddust um lífsgöngu Jesú og enn á ný lét Bóas sjá sig. Þórey Birna leiddi föndurstundina og sýndu börnin lipra myndlistartakta.
Taktarnir voru ekki síðri í hárgreiðslukeppninni sem síðan tók við en þar litu margar stórkostlegar greiðslurnar dagsins ljós. Sumar flippaðar, aðrar fágaðar.
Já, það er óhætt að segja að alltaf sé eitthvað spennandi og skemmtilegt í gangi hér við Eiðavatn!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband