Guðsþjónustu-stuðdagur

Hér við Eiðavatn er enginn venjulegur dagur. Hún Kristjana okkar á nefnilega afmæli og við hófum öll daginn á því að syngja fyrir hana afmælissönginn, hátt og snjallt.
Að morgunverði loknum tók við föndur sem Þórey Birna leiddi áfram af mikilli snilli og verður spennandi að sjá hvað mun spretta út frá því...
Fáranleikar voru síðan haldnir, en það eru alveg fáranlegar íþróttagreinar á borð við ólívuspýtingar, blindandi vítaspyrnu og eggjaboðhlaup sem ráða ferðinni þar.
Hádegismaturinn var alveg spari - kjúklingur og franskar, enda guðsþjónusta haldin seinni partinn.
Hópurinn undirbjó guðsþjónustuna: Sumir voru í leiklistarhóp, aðrir í bænahóp, eins var hægt að vera í tónlistarhóp og að lokum í skreytingarhóp. Allir hópar stóðu sig með prýði og úr varð hin fallegasta stund.
Það er ekki leiðinlegt að fá vöfflur og skúffukökur svo í kaffinu, ónei!
Dagskráin heldur svo áfram, næst á dagskrá er kubbmót og því fylgir æsispennandi kvöld, kátína á kvöldvöku - bókað mál!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband