2.flokkur, 2.dagur

Hér við Eiðavatn er stemmningin að ná algjöru hámarki! Dagurinn byrjaði á því að við fengum að taka þátt í sýningu sem Ólöf Björk Bragadóttir og fleiri úrvals listamenn á Héraði og nágrenni standa að: Óskatré framundan, en hópurinn fékk að mála tréplatta sem munu mynda hús nornarinnar í sögunni um Hans og Grétu. Sýningin fer fram í Hallormsstaðaskógi og verður opnun kl.16 þann 15.júní næstkomandi, kjörið að kíkja á þessa sýningu þá eða einhvern tímann seinna í sumar en sýnt verður út sumarið.
Eftir hádegi var svo haldið í ótrúlega ævintýraferð, en þá fer helmingur hópsins út á vatn á árabáta á meðan hinn helmingurinn tók sér góða göngu út á tjörn þar sem var farið á kanó.
Báðir hóparnir skemmtu sér prýðilega og ekki var verra að njóta nestisins frá Kristjönu út í fallegri náttúrunni.
Að þessari ævintýraferð lokinni var haldin fræðslustund þar sem hann Bóas póstberi kíkti í heimsókn aftur með félögum sínum.
Nóg af stuði og nóg af stemmningu hér við Eiðavatn og alveg öruggt að það verða sælir krakkar sem fara að sofa í kvöld, vel lúin eftir frábæran dag.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband