Fjórði flokkur mættur í sumarbúðir

Þá er fjórði flokkurinn þetta sumarið mættur og hann er jafnframt sá fjölmennasti. Þrátt fyrir það gekk gærdagurinn einstaklega vel, allir tóku virkan þátt í dagskránni og náði hópurinn strax vel saman í leik og starfi. Jón Jónsson þýðandi mætti til leiks ásamt öðrum í leikflokki sumarbúðanna og saman lærðu hann og börnin um merkingu þess að vera þýðingarmikill. Jón á eflaust eftir að dúkka upp aftur á næstu dögum, þetta vafðist aðeins fyrir honum svona í byrjun. Eftir fræðslustund gerði hvert herbergi skilti og greinilegt að hópurinn er kærleiksríkur því mikið var um hjörtu og aðrar fallegar skreytingar. Kubbmótið var tekið alvarlega í eftirmidaginn og mikið keppnisskap sem ríkti, en þar háðu herbergin erfiðar viðureignir hvert við annað. Að loknum kvöldmat var svo dúndur kvöldvaka þar sem var mikið um hlátur, leiki og gaman! Í morgun voru þeir allra sprækustu vaknaðir áður en leiðtogar komu að vekja herbergin, en það var þó ró yfir öllum, bara kúrt í sófa og lesið Andrés. Nú eru Fáránleikarnir í fullum gangi og spennandi að sjá hver sigrar skósparkið, blinda vítaspyrnu, kartöfluhlaup o.s.fr. Það er allavega augljóst að fjórði flokkurinn er fullur af orku og gleði!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að fá fréttir bið að heilsa öllum og hafið það súper gott alla vikuna

Kv Hugga ( mamma Kirstjönu Völu )

Hugga Ketel (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 14:54

2 identicon

Skemmtið ykkur áframhaldandi:)

kv Fanney (mamma Mörtu)

Berghildur Fanney Hauksdóttir (IP-tala skráð) 10.7.2012 kl. 23:41

3 identicon

Það er mjög gaman að geta lesið hér hvað krakkarnir eru að gera. Ég veit að þau hafa nóg fyrir stafni - og það verður frá mörgu að segja þegar þau koma heim. Kær kveðja, Alla (mamma Birnu Rósar)

Aðalheiður F. Björnsdóttir (IP-tala skráð) 11.7.2012 kl. 07:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband