Feykihress fjórði flokkur

Síðustu dagar hafa verið frábærir í sumarbúðunum við Eiðavatn.
Í gær, miðvikudag, var hálfgerður sunnudagur hér en þá tóku krakkarnir virkan þátt í að undirbúa guðsþjónustu hér sem sr.Jóhanna leiddi. Hópurinn stóð sig með stakri prýði og úr varð einstök stund, hlý og róleg. Enda mátti alveg við rólegheitunum því um morguninn var farið á kanóa og báta og fengu allir sem vildu að prófa.
Í seinni útiveru dagsins var haldið út í rústir og farið í miðaleikinn klassíska.
Kvöldvökurnar hafa haldið áfram að vekja mikla lukku og það er engin vöntun á hlátursköstum hér við Eiðavatn.
Nú í dag, fimmtudag, verður haldið út á tjörn með hópinn allan í góða veðrinu, með dásamlegt nesti frá henni Kristjönu okkar. Tilhlökkunin er mikil og ekki finnst börnunum verra að vita af því að í kvöld sé leiðtogakvöldvaka, en hún hefur reynst áskrift að góðri skemmtun í gegnum tíðina.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að fá fréttir og geta lesið hvað þau hafa fyrir stafni, greinilega mikið um ævintýri og nýja leiki hafa eflaust nóg að tala um eftir morgundaginn og miðlað þekkingu sína þegar heim er komið. Kveðja til ykkar allra mamma, pabbi, Þórarinn og Ylfa fjölskylda Esterar Rúnar.

Jón Guðmundsson og Ragnheiður Þórarinsdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 12:08

2 identicon

Gott að fá fréttir :) það er greinilega mikið fjör og allir skemmta sér vel :)

svo væri mjög gaman að fá að sjá nokkrar myndir :)

Elsa (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 12:13

3 identicon

Gaman að sjá að það er alltaf fjör! Og þessu með hlátursköstin trúi ég alveg...

Það væri gaman að fá að sjá myndir hérna líka!

kveðja, Alla og Valdi (mamma og pabbi Birnu Rósar).

Aðalheiður F. Björnsdóttir (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 12:22

4 identicon

Gaman að lesa bloggið frá ykkur, greinilega mikið fjör og allir hafa gaman saman :)) Kveðjur til allra

Kv Hugga ( mamma hennar Kristjönu Völu)

Hugga Ketel (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 19:46

5 identicon

Gaman að heyra hvað það er gaman. Verð þó að segja að ég sakna þess að sjá ekki myndir úr flokknum á meðan að á dvölinni stendur.

Bestu kveðjur.

Sigrún (mamma Unnars Freys)

Sigrún (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 23:25

6 identicon

Mamman núna búin að finna myndirnar :-)

Kv, Sigrún

Sigrún (IP-tala skráð) 12.7.2012 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband