Stuð, stuð, stuð

Síðustu dagar hafa verið dásamlegir hér við Eiðavatn.
Miðvikudagurinn byrjaði á bátaferð í hólmann, sem gjarnan er kallaður Fjaðurey hér á bæ.
Hátíðarhádegismatur var í tilefni guðsþjónustu sem haldin var eftir hádegi og Davíð Þór Jónsson leiddi.
Krakkarnir tóku fullan þátt í guðsþjónustunni og undirbúningi hennar en skipt var í þrjá hópa að þessu sinni: skreytingahóp, leiklistarhóp og bænahóp.
Úr varð dásamleg guðsþjónusta, enda stóðu krakkarnir sig með stakri prýði.
Fimmtudagurinn var ekki síður sérstakur en leiðangur krakkanna út að tjörn var það sem stóð upp úr. Eftir hádegi var lagt af stað í góða göngu sem endaði við tjörnina góðu þar sem farið var á kanó.
Kristjana og Guðný voru svo góðar að gera handa okkur nesti og var það snætt með bestu lyst.
Um kvöldið var síðan leiðtogakvöldvakan þar sem sprell, spaug og leikþættir leiðtoganna gerðu virkilega gott mót.
Frábærir dagar og ótrúlegt að hugsa til þess að síðasti dagurinn með þessum frábæra flokk sé í vændum.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband