Annar dagur, alltaf snilld

Þriðjudagurinn hefur verið hin mesta skemmtun hér við Eiðavatn. Þrátt fyrir að full hvasst sé kannski þá bætir sólskinið það algjörlega upp.
Krakkarnir tóku daginn snemma og voru margir hverjir meira að segja vaknaðir áður en leiðtogarnir tóku til við að vekja kl.8:30. Þeir krakkar gerðu hinsvegar vel og áttu kósý stund í afslöppun við lestur og rólegheit. Eftir fánahyllingu var boðið upp á morgunmat, meðal annars hina víðfrægu sumarbúðablöndu.
Fáranleikarnir, sem eru frekar fáranleg útgáfa af ólympíuleikunum, fylgdu í kjölfar morgunverðarins.
Eftir keppni í hinum ýmsu fáranlegu íþróttum tók við dásamlegur hádegismatur; fiskur og franskar.
Jón Jónsson kíkti í fræðslustund og horfði með krökkunum á leikrit sem leiðtogarnir voru búnir að undirbúa.
Þá var í dag bakað brauð og fékk hver og einn að móta eins og sér sýndist. Eins var haldin hárgreiðslukeppni þar sem krakkarnir sýndu listir sínar. Þær voru margar frumlegar greiðslurnar sem litu dagsins ljós þar.
Nú er brennómót í fullum gangi og enn nóg eftir á dagskrá dagsins. Svaka stuð og allir hinir hressustu.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband