Gleði, gleði, gleði

Gleðin, hún er hér!
Hér við Eiðavatn hefur verið mikil gleði í vikunni og ekki síst í dag á sjálfan sparidaginn okkar.
Þvílíkur veislumatur sem hefur verið á boðstólum í allan dag og ekki sér fyrir endann á veislunni.
Í morgun fóru krakkarnir í skemmtilega ferð hér út í rústir, þar sem þau virtu fyrir sér þennan furðulega stað og fóru í leiki. Eftir dásamlegan hádegismatinn var farið að undirbúa guðsþjónustu sem að sr. Þorgeir Arason leiddi. Bænahópur las pistil dagsins, tónlistarhópur leiddi söng og leiklistarhópur sýndi guðspjall dagsins í formi leikþátts. Afskaplega skemmtileg og góð stund sem við áttum öll saman. Krakkarnir tóku bæði virkan þátt og hlustuðu vel.
Það var svo leiklistin sem átti hug okkar allan núna seinnipartinn, en farið var í góða leiki og sérstaklega voru gerðar einbeitingaræfingar, það verða vel einbeittir snillingar sem snúa heim aftur nú á föstudaginn.
Rétt í þessu var hópurinn að halda út í veiðiferð og hver veit - kannski veiða þau eitthvað gott í matinn?

Í kvöld er á dagskránni kvöldvaka og svo á að koma öllum hópnum á óvart með vidjókvöldi - einhvern veginn grunar okkur að það muni verða virkilega óvænt ánægja!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er greinilega dásamlegur tími hjá ykkur! Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með :)

Inga, mamma Rakelar Birtu.

Ingibjörg Jónsdóttir (IP-tala skráð) 26.6.2013 kl. 22:31

2 identicon

Æðislega gaman að sjá myndir og heyra af ykkur :) Takk kærlega fyrir það.

Eygerður mamma Benediktu

Eygerður (IP-tala skráð) 27.6.2013 kl. 23:50

3 identicon

Frábært að sjá að gleðin sé við völd og líka gaman að skoða myndirnar :)

Kvwðja Sigurrós mamma Steinunnar Erlu

Sigurrós Erla Björnsdóttir (IP-tala skráð) 28.6.2013 kl. 01:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband