Sjallalallala ævintýrin enn gerast! - 1.flokkur 2013 dagur 2

Hér við Eiðavatn er yndislegt að vera. Fuglarnir syngja fallega þessa daganna enda næg ástæða til; veðrið er frábært og við höfum fengið hingað til okkar í sumarbúðirnar frábæran hóp af fjörugum krökkum. 
Hér vinna allir saman að því að gera tímann sem eftirminnilegastan.
Í gærkvöldi var kvöldvaka sem herbergi 3, 8 og 9 sáu um. Mikið var hlegið og haft gaman - skemmtilegir leikir og söngvar réðu ferðinni. Krökkunum var síðan komið mikið á óvart þar sem haldið var svo út í Eiðahólmann sem oftar en ekki er kallaður Fjaðurey í seinni tíð. 
Þetta var mikið og skemmtilegt ferðalag. Þegar hópurinn sneri til baka beið okkar svo heitt kakó og skonsur ala Kristjana - verður varla betra!
Þetta var afskaplega kósý stund hjá okkur öllum rétt fyrir svefninn og það var ánægður hópur sem sofnaði í gærkvöldi.
Í dag hefur dagskráin verið þrususkemmtileg, búið er að halda fáranleika - alltaf jafn gaman af þeim.
Fræðslustund var eftir hádegi og Þórey Birna leiddi okkur áfram í skemmtilegu föndri. 
Að því loknu var stokkið af stað í Eiðavatn, í þetta sinn að vaða og njóta sólargeislanna. Nóg af D-vítamíni í því! 
Enn er nóg af ævintýrum framundan, svo það má sannarlega segja að þetta sé eins og í laginu:
Sjallalallala ævintýrin enn gerast! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband