Fyrsti dagur 1.flokks!

Ævintýraflokkurinn í ár er mættur í góðu stuði! Óhætt er að segja að vikan hafi farið vel af stað enda er þetta veður ótrúlegt; þvílík rjómablíða!
Dagskráin í dag hófst á smá samhristingi þar sem hópurinn stillti strengi sína. Eftir úrvals hádegismat ala Kristjana og Þórey Birna var haldið út á tjörn þar sem allir sem vildu fengu að reyna sig á þá kanóa sem við erum með þar. Kristjana og Þórey Birna höfðu útbúið fyrir okkur dásamlegt nesti sem við nutum svo út í fallegri náttúrunni.
Þegar heim var komið tók enginn annar en Sigurður Ingólfsson á móti okkur og smellti nokkrum myndum af fyrir Austurgluggann. Módelhæfileikar hópsins leyndu sér ekki. 
Nú er kubbmót úti í sólinni og verður spennandi að sjá hvaða herbergi ber sigur úr býtum.
Dagskrá kvöldsins hefur svo að geyma ýmsar óvæntar uppákomur!

Það er ljóst að þetta verður frábær vika í sumarbúðunum við Eiðavatn!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að heyra...:) Kveðja kolla

Kolla Bjö (IP-tala skráð) 4.6.2013 kl. 18:14

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband