Sumarbúðastuð sem aldrei fyrr

Hér við Eiðavatn er gleðin enn við völd. Fimmti flokkur fer á kostum og alltaf er verið að taka upp á einhverju skemmtilegu.
Í gærkvöldi voru krakkarnir sendir upp í rúm eftir stórskemmtilega kvöldvöku. En þegar upp í rúm var komið kom fljótt í ljós að ekki var allt með felldu, því leiðtogarnir voru búnir að skipuleggja óvænt vidjókvöld. Horft var á myndina Big Fish, krakkarnir fengu popp og djús og allir skemmtu sér vel - þó úthaldið hafi verið mismikið enda langur dagur að baki.
Fimmtudagsmorguninn byrjaði á því að Hjalti sumarbúðastjóri hvarf óvænt eftir morgunmatinn.
Krakkarnir fóru því í hlutverk björgunarsveitarmanna og héldu af stað í leit. Blessunarlega var nóg um vísbendingar sem að leiddi börnin áfram út í rústir þar sem þau fundu Hjalta og komu honum heim heilum á höldnu. Var þetta afskaplega lærdómsríkt og skemmtilegt.
Eftir hádegi var svo haldið af stað út að tjörn þar sem farið var á kanó. Kristjana og Guðný voru búnir að gera handa öllum nesti sem var svo borðað í Guðs grænni náttúrunni. Dásamlegt.
Þegar inn var komið eftir þennan leiðangur fengu krakkarnir að spreyta sig á því að þæfa, afskaplega róandi svona eftir langan dag og mikinn hamagang.
Í kvöld er svo komið að leiðtogakvöldvökunni sem verður engin smá bomba í þetta sinnið, en auk fastra liða verður hæfileikakeppni og diskótek í kvöld!
Sumarbúðastuð sem aldrei fyrr!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Greinilega gaman hjá ykkur. Takk fyrir að fá að fylgjast með. Kv. Jónína (mamma Jónínu Bjargar)

Jónína (IP-tala skráð) 20.7.2012 kl. 11:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband