Hólminn sóttur heim - hörkufjör

Fimmti flokkur hefur staðið sig ótrúlega vel það sem af er vikunnar. Ótrúlega duglegur hópur og þægilegur til alls samstarfs.
Í gær hélt dagskráin áfram og var farið meðal annars í hið klassíska brennó-mót en sigurvegarar þess fær að spreyta sig á móti leiðtogum á föstudaginn. Leiðtogarnir eru kokhraustir en krakkarnir ekki síður viss um möguleika sína á móti „gamla" fólkinu.
Stemmningin var mikil á kvöldvökunni, hver leikurinn á fætur öðrum og mikið hlegið.
Krökkunum var síðan komið algjörlega í opna skjöldu strax að kvöldvöku lokinni en þá voru þau rekin af stað að klæða sig og haldið var af stað út í hólmann, sem gjarnan er kallaður Fjaðurey.
Þegar út í hólma var komið var kveiktur lítill varðeldur og áttum við góða stund saman í miðnætursólinni.
Hún Kristjana kann að taka á móti ævintýrafólki en þegar heim var komið biðu okkur skonsur og kakó. Dásamlegt, alveg hreint.
Nú í dag, miðvikudag, er sparidagur hér. Þegar þessi orð eru skrifuð er hópurinn úti í frisbó, sem er einhverskonar blanda af frisbó og fótbolta - feykispennandi leikur sem aldrei hefur verið spilaður hér við Eiðavatn áður. 
Á eftir verður svo guðsþjónustu sem krakkarnir munu undirbúa og er ekki nokkur vafi á því að sú þjónusta verði falleg.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta er greinilega sannkallaður "Ævintýraflokkur".......stuð og stemning ;o)

Takk fyrir að leyfa okkur að fylgjast með. 

Kv. Signý Björk og fjölskylda Emilíu Brár.

Signý Björk Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 18.7.2012 kl. 17:28

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband