Hörkufjör á heimavist

Þó veðrið hafi verið þungbúið voru allir hér á Eiðum hinir hressustu í dag.
Við vöknuðum og snæddum prýðilegan morgunverð að venju, áttum góða morgunstund þar sem við ræddum meðal annars boðskap huggunarspámannsins Jesaja og héldum svo út í góða hreyfingu.
Eftir hádegi hélt hópurinn af stað með nesti í ferðalag. Haldið var að tjörninni og fengu börnin að róa kanó. Allir sem vildu fengu að prufa og höfðu gaman af.
Kristjana og Guðný kenndu hópnum hvernig á að þæfa ull og hafa börnin nú fallega hlýja og óvenju mjúka steina til að taka með sér heim. Um kvöldið létu leiðtogarnir til sín taka - kvöldvakan var svakaleg og upp í rúm skriðu þreytt og sæl börn.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband