Bloggar | 5.7.2011 | 15:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Nú er sumarið komið í sumarbúðirnar. Ætli börnin sem komu hingað í gær hafi ekki komið með það með sér. Að minnsta kosti var hér hlýtt og logn þó sólin hafi ekki tekið þátt í gleðinni. Það voru sprækir krakkar sem mættu hér í gærmorgun, komu sér fyrir og fór svo á upphafssamveruna, þar sem allir kynntu sig með nafni og sögðu hvaðan þau væri. Auk þess sögðu þau hvað þeim þætti best að borða. Athyglisverðast þótti þegar krakkar frá Höfn sagði að þeim þætti humar ekki góður. En það var hins vegar góð máltíð hjá stelpunum í eldhúsinu, fiskibollur í karrý með hrísgrjónum og heimabökuðu rúgbrauði. Þá tók við fræðslustund, sem fer fram í leikritaformi þar sem leiðtogarnir bregða sér í ýmis hlutverk, meðal annars í líki dúfu og fleiri skemmtilegra persóna. Í kaffinu var ostaslaufa, kaka og kleinur og þá tók við stórt og mikið brennómót. En það var lið sem valdi sér hið hógværa nafn kóngarnir sem unnu keppnina og munu heyja kappi við lið leiðtogana á föstudaginn. Í kvöld mat var hrært skyr og pizzasnúðar. Þá vor krakkarnir á borði tvö sem undirbjuggu kvöldvöku og myndir frá henni munu koma inn síðar í dag. En það er óhætt að segja að það hafi veri mikið fjör og mikill hlátur á kvöldvökunni. Það voru þreyttir krakkar sem lögðust til hvílu um kl. 22 og voru flestir fljótir að sofna.
Myndir koma inn í dag og hvern dag fram á föstudag.
Bloggar | 5.7.2011 | 08:54 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Fimmtudagur 30. júní
Börnin fengu að sofa út í morgun þar sem við fórum í seinna lagi að sofa í gær. Allir voru glaðir að sjá hvað veðrið var gott og þegar fáninn var dreginn á húni bærðist hann varla. Eftir morgunmat fóru allir í björgunarvesti og lagt var af stað út á báta. Nokkrir fóru út á vatn á árabáta en meirihlutinn fór í smá göngutúr út að tjörn og fóru á kanó. Kanóferðin varð lengri en ætlunin hafði verið, enda þótti öllum gaman að sigla kanó í sól og blíðu. Eftir hádegismatinn var efnt til furðuleika og keppt var í mörgum spennandi íþróttum eins og tuskukasti, ólífuspýtingum, blindandi vítaspyrnukeppni, negla nagla o.fl. Börnin skemmtu sér konunglega enda fengu þau að hlaupa um svæðið léttklædd. Eftir kaffi fórum við að mála krukkur og fórum síðan út í góða veðrið. Pizzan í kvöldmatinn vakti mikla lukku og var henni gerð vel skil. Stelpurnar í herbergi 4, 5 og 6 sáu um kvöldvöku og gekk það glimmrandi vel. Eftir kvöldvöku voru allir sendir í útiföt og við fórum út í skóg þar sem búin hefur verið til lítil skógarkapella. Þar héldum við stutta helgistund og notuðum kertastjakana sem þau höfðu málað til þess að minna okkur á að við erum öll ólík og einstök. Börnin voru ekki lengi að sofna í kvöld enda langur og góður dagur að kveldi kominn.
Bloggar | 1.7.2011 | 01:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Miðvikudagur 29. júní
Í dag var veisludagur á Eiðum. Eftir fánahyllingur og morgunmat fóru öll börnin út í leiki, brennó, pókó, kubb og fótbolta. Síðan völdu börnin sér undirbúingshópar fyrir guðþjónustu, í boði voru leiklistarhópur, bænahópur, sönghópur og skreytingarhópur. Fyrir hádegismat fengu börnin tíma til þess að fara í betri fötin. Konurnar í eldhúsinu slógu í gegn með því að hafa kjúklingaleggi með frönskum, hrísgrjónum, baunum og sósum. Ekki skemmti heldur ísinn sem var í eftirrétt stemninguna. Eftir hádegimatinn héldum við guðþjónustu undir styrkri stjórn sr. Þorgeirs Arasonar og börnin sáu um flesta messuliði og stóðu sig með stakri prýði. Eftir guðþjónustuna var smá frjáls tími þar sem flestir fóru að undirbúa eitthvað fyrir leynivininn sinn. Síðan var börnunum boðið til veislu þar sem boðið var upp á marenstertu og fleiri krásir. Eftir kaffi fóru allir í regngalla og gengið var út í rústir þar sem farið var í leiki og saga staðarins kynnt fyrir börnunum. Eftir kvöldmat voru það herbergi nr. 1, 2, og 3 sem að undirbjuggu kvöldvöku. Það var mikið hlegið og sprellað limbókeppni og fleira. Eftir ávexti og hugleiðingu fóru allir að bursta og koma sér í bólið. Þegar leiðtogarnir voru komnir inn á herbergi heyrðist allt í einu mikill hávaði á ganginum en þá var byrjað kósýkvöld og öllum börnunum safnað saman í salnum við horfðum á myndina Narníu 3. Einhverjir sofnuðu á meðan á sýningu stóð. Ákveðið hefur verið að vekja börnin seinna á morgun svo að að allir fái sinn svefn.
Bloggar | 30.6.2011 | 00:07 (breytt kl. 00:08) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Öll börnin voru steinsofandi kl. 8. 30 í morgun þegar þau voru vakin og voru þau misfljót að fara á fætur. Eftir morgunleikfimi, fánahyllingu og morgunmat voru allir settir í regngalla og kallaðir út á stétt þar sem boðið var upp á gönguferð, kubb og pókó. Veðrið var gott og milt og þau skemmtu sér vel. Eftir lasagna og heimabakað brauð héldum við fræðslustund þar sem við fræddumst um skírn Jesú. Opnaður var sérstakur vinabandabanki þar sem þeir sem ekki eru góð í að gera vinabönd gátu fengið keypt vinabönd til þess að gefa leynivini sínum. Strákarnir voru ekki lengi að nýta sér þessa þjónustu, en hvert vinaband kostar eitt bros. Sumar stelpurnar voru mjög öflugar í því að leggja inn á bankann. Eftir kaffi þar sem boðið var upp heimabakað góðgæti voru allir settir í galla og farið var niður á fótboltavöll og allir voru með í skotbolta og hlaupa í skarðið. Það var mikið fjör og allir höfðu gott af hreyfingunni. Það voru rennandi blaut og glöð börn sem komu inn eftir allan leikinn. Þegar allir voru búnir að skipta um föt var efnt til hárgreiðslukeppni og það vantaði svo sannarlega ekki áhugann hjá bæði strákum og stelpum. Dómnefndin átti ekki auðvelt með að velja sigurvegara í þessari frábæru keppni. Eftir kvöldmatinn fóru stelpurnar í herbergjum 7 og 8 að undurbúa kvöldvöku sem gekk einstaklega vel. Eftir helgistund fóru allir að undirbúa sig fyrir háttinn. Flokkurinn hefur gengið eins og í sögu allir hressir.
Bloggar | 28.6.2011 | 23:03 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
Mánudagurinn 27. júní
Fyrsti dagurinn í öðrum flokki gekk ljómandi vel. Eftir heimagerðar fiskibollur héldum við fræðslustund þar sem við ræddum um tákn kristinnar trúar og þá sérstaklegan krossinn og dúfuna tákn heilags anda. Eftir fræðslustundina bjuggu börnin til krossa úr gluggamálingu sem þau taka með sér heim. Síðan skráðu þau handaför sín í dagbók sumarbúðanna sem er listaverk uppi á vegg með handaförum allra barna sumarbúðanna í sumar. Eftir nýbakaða snúða, kleinur og kökur fóru allir út í brennókeppni en þá hafði stytt upp og allir höfðu gott að útiverunni. Eftir kvöldmatinn fóru stelpurnar í herbergi 9 og 10 að undirbúa kvöldvöku sem þær stjórnuðu með mikilli prýði. Eftir kvöldhressingu og stutta helgistund þá fór öll hersingin að bursta og búa sig í rúmið. Það voru nú ekki allir á því að það væri skynsamlega að nota nóttina í það að sofa og tala bara saman á morgun. En þegar þau voru komin í ró leið ekki langur tími þar til allir voru sofnaðir eftir viðburðaríkan dag.
Bloggar | 28.6.2011 | 10:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
Þá er enn einn góði dagurinn að kvöldi kominn.
Dagurinn hófst á skemmtilegum "fáránleikum" þar sem m.a. var keppt í skósparki, vítaspyrnukeppni með bundið fyrir augun, eggjaboðhlaupi og hestahlaupi svo fátt eitt sé nefnt. Krakkarnir skemmtu sér konunglega og fóru á kostum.
Eftir að hafa borðað steiktan fisk í hádegismat var farið á fræðslustund. Þar heyrðum við söguna um Pál og Ananías og hvernig andi Guðs starfaði í þeim. Að því loknu bjuggum við okkur til litla krossa og skreyttum þá í öllum regnbogans litum.
Brennókeppnin vinsæla fór fram í dag og á morgun mun sigurliðið keppa við leiðtogana. Sigurvegararnir voru krakkarnir úr herbergjum 4 og 7 og hafa þau lofað okkur því að þau muni fara létt með að sigra okkur leiðtogana. Við skulum spyrja að leikslokum :o)
Pizzan sló svo rækilega í gegn í kvöldmatnum og kvöldvakan ekki síður. Í lok hennar var svo boðið upp á frostpinna sem runnu ljúflega niður.
Nú eru allir komnir í ró og eru leiðtogarnir að lesa og biðja með krökkunum inni á herbergjum fyrir svefninn.
Bloggar | 23.6.2011 | 22:34 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Í dag var svokallaður veisludagur hjá okkur. Krakkarnir klæddu sig í betri fötin og við fengum bayonne-skinku með öllu tilheyrandi í hádegismat og ís í eftirrétt. Eftir matinn skiptum við okkur í hópa og undirbjuggu messu, sumir æfðu leikþátt, aðrir skreyttu salinn, enn aðrir æfðu söngva og einhverjir sömdu bænir og æfðu ritningarlestur. Messan gekk vel og að henni lokinni var boðið upp á rjómatertu og fleira góðgæti í kaffinu.
Seinnipartinn fórum við út í ratleik og höfðu allir gaman af því.
Kvöldvakan var svo á sínum stað, í dyggri umsjá strákanna í herbergjum 1, 2 og 3.
Það voru þreyttir krakkar sem fóru í rúmið í kvöld og sofa nú værum blundi, öll sem eitt.
Fleiri myndir eru komnar inn á myndasíðuna.
Bloggar | 22.6.2011 | 23:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
Börnin vöknuðu kát og hress í morgun eftir góðan nætursvefn. Eftir fánahyllingu fengum við okkur morgunmat og var sumarbúðablandan vinsælust hjá hópnum.
Eftir morgunmatinn skunduðu allir á báta, ýmist á kanóa á tjörninni eða á árabáta á vatninu. Mikil gleði ríkti í hópnum og uppgötvaði margur ræðarahæfileika sína í dag.
Kristjana og Guðný í eldhúsinu buðu upp á gómsætt hakk og spaghetti í hádeginu, ásamt nýbökuðu brauði. Södd og sæl fórum við svo á fræðslustund þar sem Dúbbi dúfa heimsótti okkur og lærðum við meira um anda Guðs. Að því loknu útbjuggum við falleg bókamerki og allir drógu sér leynivin.
Á meðan stelpurnar í herbergjum 7 og 8 undirbjuggu kvöldvöku fóru nokkrir að veiða og má geta þess að einn fiskur veiddist en þar sem hann var heldur smár var honum sleppt í vatnið aftur. Kvöldvakan var svakalega skemmtileg, mikið sungið og enn meira hlegið.
Ávaxtahressingin var á sínum stað og helgistund í lokin.
Núna eru leiðtogarnir að lesa sögur inni á herbergjum og að því loknu fara allir að sofa, þreyttir og sælir eftir daginn.
Bendum ykkur á myndir sem eru komnar inn í myndaalbúm og við bætum við á morgun.
Bloggar | 21.6.2011 | 22:29 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
Það voru kátir og skemmtilegir krakkar sem mættu hér galvaskir í morgun til sumarbúðadvalar. Eftir að búið var að koma öllum fyrir, með aðstoð foreldra, hittumst við í salnum, kynntum okkur hvert fyrir öðru og fórum í skemmtilega leiki. Kristjana og Guðný buðu svo upp á gómsætar fiskibollur með karrýsósu í hádeginu og runnu þær ljúflega niður. Eftir hádegismatinn fórum við út í gönguferð þar sem við kynntumst nærumhverfi hússins.
Fyrsta fræðslustundin var í dag þar sem við hittum fyrir Dúbba dúfu og heyrðum söguna um það hvernig Guð blés lífsanda í fyrsta manninn sem hann skapaði. Eftir það föndruðum við svolítið, stimpluðum og tíndum laufblöð.
Margir fóru að veiða í dag en enginn fiskur beit á að þessu sinni.
Eftir að hafa borðað skyr í kvöldmatinn fóru vaskir drengir úr herbergjum 4, 5 og 6 að undirbúa kvöldvöku sem heppnaðist mjög vel og virtust allir skemmta sér konunglega. Kvöldhressingin var á sínum stað sem og helgistund í lok dagsins.
Þegar þetta er skrifað eru allir komnir í ró og langflestir sofnaðir.
Á morgun koma inn fyrstu myndir úr flokknum.
Bloggar | 20.6.2011 | 23:20 (breytt kl. 23:21) | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
Júlí 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | 3 | 4 | 5 | ||
6 | 7 | 8 | 9 | 10 | 11 | 12 |
13 | 14 | 15 | 16 | 17 | 18 | 19 |
20 | 21 | 22 | 23 | 24 | 25 | 26 |
27 | 28 | 29 | 30 | 31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (3.7.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar