Ævintýraflokkurinn er í miklu stuði. Sólin skín enn og allir vel sáttir og sælir með það.
Í gærkvöldi voru herbergi 4 og 10 með kvöldvöku - mikið var hlegið sem fyrr, sérstaklega sló síðasti leikurinn algjörlega í gegn og krakkarnir fengu sér hlæjandi kvöldhressingu.
Krökkunum brá heldur betur svo þegar þau voru nýskriðin undir sæng og voru orðin róleg og meira en til í að leggja sig, því þá komu leiðtogarnir og kölluðu á hópinn: Nú átti ekki að fara að sofa strax eftir allt saman heldur var óvænt vidjókvöld á dagskrá!
Það leiddist engum og úr varð kósý vidjó stund fram á nótt.
Nú í dag eru allir kannski smá eftir sig, enda búið að vera svo mikið stuð og stemmning á okkur.
Það hefur þó ekki stoppað hópinn í því að taka þátt í að skapa myndlist úti undir handleiðslu hennar Lóu, myndlistarkona- og kennara, en Lóa er að setja saman sýningu sem opnar í Hallormsstaðaskógi 15.júní. Hvetjum alla til að kíkja þangað og kíkja á þessi glæsilegu listaverk.
Eftir hádegi undirbjó hópurinn síðan guðsþjónustu sem fór fram í miklum hita, sól og sælu, út í náttúrukapellunni okkar hér úti skammt frá húsinu.
Núna er svo í gangi brennómótið sívinsæla, sem er heldur betur góð skemmtun í svona veðri og ekki síður góð upphitun fyrir enn eina dýrindismáltíðina frá Kristjönu okkar.
| Ágúst 2025 | ||||||
| S | M | Þ | M | F | F | L |
|---|---|---|---|---|---|---|
| 1 | 2 | |||||
| 3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
| 10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
| 17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
| 24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
| 31 | ||||||
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (20.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar








Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.