Dagurinn var tekinn snemma sem endranær. Krakkarnir hoppuð í fötin kl. 8.30 og voru mætt út á fánastöng hálftíma síðar. Hafragrauturinn hennar Kristjönu verður vinsælli með hverjum morgninum, en þó eru sumir ennþá á amerísku línunni og fá sér kornflakes eða cheerios. Að þessu sinni höfðum við fræðsluna fyrir hádegi vegna ferðalagsins sem var haldið í eftir kröftuga kjötsúpu í hádeginu. Við hófum ferðina að venju að fara í Esso-skálann þar sem allir fengu bland í poka fyrir sínar 300 kr. Var úrvalið fjölbreytt og misóhollt. Þá var haldið í Selskóginn þar sem við rólur og önnur leiktæki voru prófuð áður en við fórum í magnaðan leik. Leikurinn gengur út á að allir fá festar í sig klemmur, gular eða grænar eftir liðum, og síðan hlaupa þau um skóginn og reyna að stela klemmum af hvoru öðru. Mikil keppni og spenna skapaðist í leiknum. Við borðuðum nýbakað pizzasnúða í Selskóginum og drukkum með Frissa Fríska. Að Selskógi loknum héldum við í sundið þar sem var tekist á eins og myndirnar bera með sér, var allt í léttum dúr og vildu fæstir fara upp úr lauginni þegar til átti að taka. Þá komum við heim í grjónagrautinn og svo var kvöldvaka í umsjá herbergja 7 og 8. Heppnaðist hún frábærlega eins kvöldvökurnar sem hafa verið undanfarin tvö kvöld. Á morgun ætla leiðtogarnir svo að sjá um kvöldvökuna og ríkir spenna fyrir því. En dagurinn heppnaðist frábærlega, engin rigning að ráði og frekar hlýtt. Allir fara nú glaðir upp í, þreyttir eftir kraftmikinn dag!
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 225978
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.