Það var hress og skemmtilegur hópur 8 12 ára barna sem mætti í sumarbúðirnar í morgun. Þegar allir höfðu kynnt sig, var gengið til fyrsta málsverðarins, sem samanstóð af hakki, spagettíi og heimabökuðu brauði. Maturinn rann ljúflega niður í alla munna og enginn matvandur. Að loknum matartíma var fræðslustund, þar sem leiðtogarnir settu upp fyrsta þáttinn af framhaldsleikritinu um Jóel póstmann sem þarf að koma mikilvægu bréfi, sem krakkarnir sjálfir sömdu, til Jesú. Það gengur ekki þrautarlaust og hittir hann marga á leiðinni. Eftir fékk listagáfan að njóta sín, þar sem lítil kubbakerti voru skreytt. Þrátt fyrir takmarkaða reynslu flestra barnanna á þessu sviði, voru mörg kertin meistaralega skreytt og ábyggilegt að einhver eigi eftir að reyna fyrir sér á þessu sviði í framtíðinni ;-) Eftir kaffi fórum við svo í hina föstu brennókeppni, þar sem var mikil spenna í öllum leikjum, en að lokum stóð liðið Þrumuskýið uppi sem sigurvegarar, en það samanstendur af þeim Ara, Rafal, Indriða, Sonju, Jóhönnu M, Bergþóru, Valnýju. Í lok flokksins munu þau svo keppa við leiðtogaliðið. Síðan var haldið á fótboltavöllinn þar sem nokkrir léttir og sígildir leikir voru teknir. Í kjölfarið var svo frjáls tími þar sem krakkarnir notuðu tímann til að kynnast og spjalla, leika, lesa eða skrifa leynivinum sínum einhver skemmtileg bréf eða teikna fyrir þá myndir. Kakósúpa með corn flakes var eitthvað sem allir fengu að smakka í kvöldmatinn og þótti það mikill herramanns matur. Síðan var skemmtileg og hressandi kvöldvaka í umsjá herbergja 4, 5 og 6. Myndirnar sem fylgja með voru teknar á henni og eins og sjá má var þar mikið hlegið. Síðan fóru allir sælir í rúmið og þurfti lítið að hafa fyrir því að komast í draumlandið, enda búið að vera mikið að snúast í allan dag og mikil dagskrá næstu daga. Kveðjur frá fallega veðrinu á Eiðum.
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.8.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 225978
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.