Dagurinn hófst á fræðslustund og svo máluðum við grímurnar sem við bjuggum til í gær.
Eftir að hafa borðað steiktan fisk í hádegismat skunduðum við út í rútu sem beið okkar hér fyrir utan Kirkjumiðstöðina og ókum sem leið lá í Egilsstaði. Þar fórum við í Selskóg og lékum okkur og spjölluðum í góða veðrinu. Við fengum líka nammi sem var keypt fyrir vasapeninginn okkar og gæddum okkur á heimabökuðum pizzasnúðum. Eftir skógarferðina fórum við í sund og skemmtum okkur frábærlega í frábæru veðri. Við erum öll sammála um það að við hefðum ekki getað fengið betra veður þessa daga.
Kvöldvökuundirbúningurinn var í höndum strákanna og skemmtu þeir stelpunum og sjálfum sér með fjörugum leikjum og söngvum. Við fengum svo íspinna í kvöldhressingunni og að henni lokinni skruppu sumir í veiðiferð meðan aðrir fóru niður á fótboltavöll og léku sér þar. Þar kveiktum við svo varðeld og áttum þar notalega kvöldstund, sungum, hlustuðum á sögu og fórum með kvöldbænirnar okkar.
Það voru því þreytt börn sem lögðust til hvíldar skömmu fyrir miðnætti og sofa nú rótt.
Bestu kveðjur frá Eiðum
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.