Dagur 3 og gleðin heldur áfram!

Góður dagur að kveldi komin og öll börnin sofnuð.

Við hófum daginn á því að ganga í Eiðakirkju og þar tókum við þátt í messu. Krakkarnir voru búnir að æfa leikþátt, semja bænir, velja ritningarvers til að lesa og æfa söng. Að messunni lokinni var rölt til baka í sumarbúðirnar og þar beið okkar lambalæri með öllu tilheyrandi og ís á eftir. Þetta rann ljúflega niður og borðuðu allir vel.
Eftir hádegið skiptum við hópnum í tvennt, annar helmingurinn bjó til gifsgrímur á meðan hinn helmingurinn fór að vaða í vatninu og svo var skipt. Allt mæltist þetta vel fyrir.
Eftir góða kvöldvöku brugðum við svo undir okkur betri fætinum og fengum okkur göngutúr út í rústir og höfðum kvöldstundina okkar þar úti undir beru lofti. Við kveiktum á kertum, sungum og hlustuðum sögu.
Eftir viðburðarríkan dag voru allir þreyttir og tilbúnir í svefn þegar heim var komið.

Á morgun er ferðadagur og verður því ekki hægt að ná í okkur milli 17 og 18 eins og annars er hægt. Við verðum komin í hús upp úr kl. 18 og þá er ykkur velkomið að hringja ef þið viljið heyra hvernig gengur.

Bestu kveðjur heim,
sumarbúðastuðboltarnir Smile


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að fylgjast með. Greinilega margt skemmtilegt að gerast. Gangi ykkur vel í ferðalaginu.

Íris (mamma Anítu Sifjar)

íris (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 01:02

2 identicon

Greinilega mjög skemmtilegt hjá ykkur. Vegni ykkur sem best í ferðalaginu. Bestu kveðjur Svava (mamma Aðalheiðar Sjafnar)

Svava (IP-tala skráð) 9.7.2009 kl. 09:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband