4. flokkur - dagur tvö

Fyrsta kvöldið að baki og kvöldvakan heppnaðist vel. Börnin fóru þreytt í rúmið og sofnuðu allir á skikkanlegum tíma og sváfu bara vel til morguns.
Mikil gleði braust út í morgun þegar leiðtogar tilkynntu að í dag væri bátadagur. Allir fengu að fara á bát og prófa að róa. Í morgun héldum við líka fótboltamót fyrir þá sem vildu.
Eftir fræðslustund var farið í að undirbúa messu sem verður í Eiðakirkju í fyrramálið. Krakkarnir verða virkir þátttakendur á einn eða annan hátt, allt eftir áhuga hvers og eins.
Sólin gladdi okkur með nærveru sinni eftir kaffi og héldu allir glaðir út í ratleik.

Nýjar myndir komnar í albúmið okkar.

Kveðjur frá Eiðaliðinu.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að fylgjast með fjörinu.

Jónína (mamma Snjólaugs Inga) (IP-tala skráð) 8.7.2009 kl. 18:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband