Það voru prúðir og glaðir krakkar sem mættu hér í morgun með foreldrum sínum. Eftir að hafa komið sér fyrir í herbergjunum sínum höfðum við stund í salnum þar sem við kynntum okkur og fórum yfir helstu reglur staðarins. Að því loknu drifum við okkur út í skotbolta og var það mikið fjör.
Fiskibollurnar runnu ljúflega niður í hádeginu og að lokinni fræðslustund skreyttu allir kerti sem þeir mega taka með sér heim í vikulokin.
Brennó-mótið okkar var haldið í dag og var það að vonum æsispennandi. Sigurliðið skorar svo leiðtogana á hólm síðar í vikunni.
Leynivinaleikurinn er kominn af stað með tilheyrandi leynd, allir hafa útbúið póstkassa þannig að nú geta leynivinabréfin farið að streyma á milli barnanna.
Akkúrat núna vinnur undirbúningshópur ötullega að fyrstu kvöldvöku vikunnar og má vænta skemmtilegrar kvöldvöku á eftir.
Kærar kveðjur frá okkur öllum á Eiðum.
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að sjá myndir strax fyrsta kvöldið :) Sé að þau skemmta sér vel
Bestu kveðjur Íris (mamma Ívars Arons)
Íris (IP-tala skráð) 6.7.2009 kl. 23:04
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.