Þriðji flokkur - 4 dagur

Ætlunin var að leyfa börnunum að sofa aðeins lengur en það gekk nú ekki upp þar sem það voru langflesti komnir ár ról um 8.15. Eftir morgunmat og sólarvarnarstund á vegum hinnar nýju sólarvarnarlögreglu voru haldnir fáránleikar. Þau börn sem voru með veiðistangir fóru að veiða og þrátt fyrir vægast sagt lítinn afla voru það glaðir veiðimenn sem að komu til baka. Fyrir hádegismat fórum við í fínni fötin og fengum hátíðarhádegisverð og ís í desert. Eftir hádegismatinn byrjuðum við að undirbúa guðsþjónustu  og tóku börnin þátt í henni með því að vera í mismunandi undirbúningshópum. Sr.Jóhanna stjórnaði guðsþjónustunni og gekk hún mjög vel og börnin sungu eins og englar. Í kaffitímanum fengu allir afmælisköku því hún Jóhanna Lilja er 9 ára í dag. Eftir kaffi var haldið í stutta gönguferð út í rústir. Síðan var haldið spennandi fótboltamó. Í kvöldmat fengum við grillaðar pylsur og ekki þótti þeim það nú leiðinlegt. Eftir kvöldmat var farið í ýmsa leiki eins og til dæmis eitur í flösku. Herbergi 4, 5, og 6 héldu uppi stuðinu á kvöldvöku.

Enn og aftur höfum við átt yndislegan dag hérna á Eiðum og veðrið hreint út sagt stórkostlegt. Það verða þreytt en vonandi sæl börn sem fara heim á morgun:)

Við þökkum ykkur fyrir að treysta okkur fyrir börnunum ykkar og megi Guð og gæfan fylgja ykkur. 

Kær kveðja leiðtogar


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Gaman að heyra hvað allt gengur vel. Það verður spennandi að hitta strákinn sinn aftur endurnærðann úr sveitinni. Hafið það sem allra best með þökk fyrir okkur. Kveðja Borghildur

Borghildur (IP-tala skráð) 3.7.2009 kl. 00:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband