Þriðji flokkur - annar dagur

Nóttin gekk vel og var óvenju friðsælt hér í þokunni þegar átti að fara að vekja hópinn kl. 8.30 og ákveðið var að leyfa þeim að sofa aðeins lengur. Eftir morgunmat gerðu allir póstkassa fyrir leynivinaleikinn og hefur verið  mjög mikið um póstsendingar af ýmsum toga í dag. Við náðum síðan að klára brennómótið sem fresta þurfti vegna veðurs í gær. Eftir ljúffengan fisk í hádegismat héldum við fræðslustund og í framhaldi föndruðu allir fiska og gerðar voru gifsgrímur á allan hópinn. Gifsgrímugerðin gekk mjög vel og meira að segja eitt barnið sofnaði meðan gríman var að þorna. Í kaffinu fengum við heimabakaða snúða og nýtt kryddbrauð sem vakti mikla lukku. Eftir kaffi var sólin mætt á svæðið og börnin fóru út í ratleik og skemmtu sér konunglega.  Fram að kvöldmat héldum við áfram að setja gifsgrímur á börnin nokkur vildu gera aðra grímu. Kakósúpan var vel þegin og haldið var spennandi keilumót í sólinni eftir matinn á meðan stúlkurnar í herbergjum 7 og 8 voru að undirbúa kvöldvöku. Það var mikið  hlegið á kvöldvökunni en í helgistundinni voru nú sumir orðnir svolítið þreyttir. Núna eru allir komnir í bólið og við þakklát fyrir góðan dag. Á morgun ætlum við í ferðalag  kl. 13.00 og verðum ekki komin fyrr en um kl. 18.00, þannig að ég verð ekki við á símatímanum.

gullkorn :

Í gærkvöldi átti ein lítil bágt og gengið var að henni - hvað er að ? - ég er með svo stóran heimÞRÁÐ af því að mamma mín er svo góð kona !

barn :Marta vissir þú að þetta er sko algjört draumaland -sko sumarbúðirnar.

barn1. Magnega hvað ertu gömul? Barn 2: hún er mjög gömul örugglega fædd nitjánhundruð og eitthvað 

Kær kveðja frá Costa del Eiðum

                                   Magnea

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Frábært að heyra svona góðar fréttir Gangi ykkur vel í ferðalaginu. Kveðja Borghildur

Borghildur (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 23:34

2 identicon

Sæl öll

Þetta er flott síða hjá ykkur og gaman að geta séð hvað þið eru að bralla þarna í sumarbúðunum.

Kveðja Fanney

Fanney Bóasdóttir (IP-tala skráð) 1.7.2009 kl. 11:07

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband