3. flokkur hafinn

Nú eru 38 hressir krakkar mættir í búðirnar í bongó blíðu. Dagurinn hefur heppnast einstaklega vel, eftir kjarngóðann hádegismat héldum við fræðslustund og börnin skreyttu kerti. Eftir kaffitímann var svo brennómótið sívinsæla sem var síðan aflýst vegna veðurs og farið var í hópkælingu í Eiðavatn þar sem börnin fengu að vaða við mikinn fögnuð. Eftir velþegið ískalt skyr var haldin kvöldvaka í umsjá strákaherbergjanna. Það voru sælleg börn sem fóru í bólið og einungis fjórir þurftu alovera krem, enda hafa líklega farið tvær túbur af sólarvörn á hópinn.

Við erum þakklát fyrir góðan dag og vonumst eftir áframhaldandi sumarblíðu :)

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er greinilegt að fyrsti dagurinn hefur heppnast vel,og ekki skemmir góða veðrið fyrir. Ég hlakka til að fylgjast með ykkur næstu daga. Vonandi leikur veðrið við ykkur áfram,góða skemmtun.

Heiða(mamma Amelíu Rúnar.)

Heiða Berglind (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 00:30

2 identicon

Mikið gaman að fá að fylgjast með ykkur hér á þessari síðu.  Hlakka til áframhaldandi frétta og mynda.

bestu kveðjur

Hildur Ýr (mamma Katrínar Bjargar).

Hildur Ýr Gísladóttir (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 10:08

3 identicon

Gaman að fá að fylgjast með. Hljómar eins og dagurinn hafi verið dásamlegur Bestu kveðjur!

Jónína (mamma Jónínu Bjargar) (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 12:05

4 identicon

ég fer þarna í sumabúðir í   júli þessu ári 2009.:þ.mér hlakkar til.kvíð smá fyrir held það verði ýkt gaman..vonanti tekur fólkið þar  vel á móti mér þar.ég er  með einhverfurófu röskum greiningu.en ég er  mjög glár stelpa..kann meira seigja smá tákn með tali:)og elska aðstoða aðra.einn spurning.má maður taka einvað með sér?ég á littla gameboy tölvu langar taka hana með.og rubi cube sem ég vil ekki vera án:Þ kv íris

íris (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 17:15

5 identicon

Sæl Íris, þú færð fljótlega sendan lista yfir dót sem þú mátt taka með þér í sumarbúðirnar. Hlökkum til að sjá þig:)

Leiðtogar í sumarbúðunum við Eiðavatn (IP-tala skráð) 30.6.2009 kl. 20:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband