Náttfatapartý, pool og lokaskemmtun

Í gær var ferðadagur sumarbúðanna til Egilsstaða í sjoppu, Selskóg og sund, en að þessu sinni var farið í hermannaleik í skóginum og var þar barist af miklu kappi upp á "líf og dauða" í formi þvottaklemma!

Um kvöldið var boðið upp á keppni í bæði borðtennis og pool (billjard) en kvöldvakan var í umsjón herbergja 9 og 10. Þegar menn voru háttaðir (óþarflega snemma að mörgum fannst!) komu leiðtogarnir á óvart með því að bjóða upp á náttfata-vídeópartý þar sem horft var á gamanmyndina Evan Almighty.

Í morgun vaknaði liðið klukkan hálfníu og tók til við pökkun og tiltekt eftir morgunmat. Nú er því lokið og hópurinn farinn niður á völl í fáránleika svo nefnda, mikið glens á lokadegi. Fram undan eftir hádegismat og síðustu fræðslustundina er lokaskemmtun flokksins í umsjón leiðtoga, sem hafa undirbúið ótrúleg skemmtiatriði, samið rapptexta og fleira í þeim dúr!

Við þökkum fyrir samveruna í vikunni og vonandi fara allir ánægðir heim úr fjörugum ævintýraflokki.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband