Bátar, fótbolti og gul og blá mjólk

2. dagur ævintýraflokks hófst með bátsferðum og fótboltamóti um morguninn í ágætu veðri, miklu hægviðri, en nokkrir dropar komu reyndar úr lofti. Í hádeginu var ofnsteikt kjötfars og kartöflur í matinn, en eftir mat var fræðslustund um líf Jesú og föndur í framhaldinu. Allir klipptu út fiska sem verða minjagripir um dvöl þeirra í sumarbúðunum, og flestir gerðu líka gipsgrímur sem seinna verða málaðar.

Í kaffinu var boðið upp á kanilsnúða og kryddbrauð, en eftir kaffi var komið að spennandi ævintýraratleik. Nú eru menn komnir inn og kvöldmatur brátt að hefjast. Fram undan í kvöld er svo kvöldvaka í umsjón strákanna í flokknum, og burtreiðar á kanó fyrir áhugasama!

Enn er ótalið að krakkarnir fengu ævintýralegan glaðning með morgunmatnum í morgun - það var kominn "geislavirkur úrgangur" í mjólkina, svo að gula mjólkin var sannarlega gul og sú bláa að sama skapi heiðblá!

Nýjar myndir komnar í albúmið.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband