Ævintýraflokkur hafinn!

Stútfullur ævintýraflokkur mætti í hús í morgun hér við Eiðavatn í sannkölluðu blíðskaparveðri. Það er ekki annað hægt að segja en að okkur starfsmönnunum lítist einkar vel á hópinn sem hér er mættur enda margir heimavanir og hafa dvalið hér áður, jafnvel oftsinnis áður sumir hverjir.

Dagskráin hófst á upphafsstund þar sem menn kynntu sig og farið var yfir helstu staðarreglur, en síðan tók hádegismaturinn við - dýrindis karrýfiskréttur með tilheyrandi. Eftir hádegið var svo kallað á sal í fræðslustund undir yfirskriftinni "Í fótspor Jesú," en slíkar samverur verða á hverjum degi. Þá voru föndruð skírnarkerti og að því búnu hófst hinn sívinsæli leynivinaleikur sumarbúðanna.

Eftir ostabrauð og tertu í kaffinu var komið að því að drífa sig út á stétt í góða veðrið þar sem brennómót er nú í fullum gangi!

Fram undan er áframhaldandi útivera, íþróttir o.fl., og svo spennandi kvölddagskrá þegar fram líður.

Í kvöld koma myndir frá fyrsta deginum inn í albúmið "2. flokkur 2009" - svo bíðið spennt!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband