17. júní

Viðburðaríkur en blautur þjóðhátíðardagur er að baki hér í sumarbúðunum og dauðþreytt börn sofnuð.

Í morgun var farið út að róa á Eiðavatni. Flestir fóru á árabáta undir stjórn leiðtoga en nokkrir ofurhugar prófuðu að sigla á kanó og gekk bara býsna vel. Nokkrir sem höfðu með sér veiðistangir fóru í veiðiferð út á vatnið en ekkert veiddist nú að þessu sinni...

Þegar inn var komið klæddu menn sig í sparifötin og hátíðardagskráin tók við. Hún hófst með sparimat sem var kjúklingur og franskar og ís í eftirrétt, rann þetta ljúflega niður. Eftir matinn var skipt í hópa og undirbúin hátíðarguðsþjónusta, sem sr. Jóhanna á Eiðum annaðist með okkur í sal Kirkjumiðstöðvarinnar kl. 14:30. Allir höfðu hlutverk í messunni: Sumir teiknuðu myndir sem skreyttu salinn, aðrir léku leikrit úr Biblíunni, enn aðrir lásu ritningarlestra og bænir og svo var líka sönghópur!

Kaffitíminn var með hátíðarmóti, þjóðlegar heimagerðar flatkökur með hangikjöti og terta sem skreytt var í mynd íslenska fánans! Eftir kaffi slógum við svo upp karnivalstemmingu úti í rigningunni, fórum í skrúðgöngu, buðum upp á andlitsmálningu, vatnsþrautir, kraftakeppni og fleira skemmtilegt.

Í kvöldmat voru grillaðar pylsur og kvöldvakan var í umsjón herbergja 1, 2 og 3. Eftir leiki strákanna mætti leynigestur á svæðið, enginn annar en Stefán Bogi Útsvarskappi, sem stjórnaði léttri keppni í anda sjónvarpsþáttanna og svaraði líka spurningum krakkanna!

Deginum lauk með helgistund þar sem var sungið, beðið og hlustað á sögu. Ró komin á kl. rúmlega tíu. Ekki annað að sjá en að allir hafi verið kátir með daginn en jafnframt afar þreyttir! Nú er bara að sofa rótt...


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þetta hefur greinilega verið skemmtilegur og viðburðaríkur dagur. Frábært að fá fréttir af ykkur daglega, takk fyrir það.

Kv. Anna og Jón Þór foreldrar Erlu Jónsdóttur

Anna Sigríður Árnadóttir (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 23:52

2 identicon

Greinilega frábær dagur og annasamur og kræsingarnar ummmmm..........

Kær kveðja,mamma Hilmis.

Hólmfríður Birgisdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 23:56

3 identicon

Frábært hvað allir virðast skemmta sér vel og gamana að fá að fylgjast með. Góða skemmtun það sem eftir lifir af vikunni.

 Kv. Eva Steinunn og Þorvarður (foreldrar Valdísar Kapitolu)

Eva Steinunn (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 10:23

4 identicon

Frábært að fylgjast með ykkur hérna,það er greinilega mjög gaman hjá ykkur,skemmtið ykkur áfram.Kveðja frá Vopnafirði.Gyða og Keli (foreldrar Lovísu Líf )

Gyða Jósepsdóttir (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 12:53

5 identicon

Það er alveg frábært að fá að  fylgst með ykkur hér, takk kærlega fyrir það.  Frábært að sjá hvað allir eru glaðir og ánægðir. Góða skemmtun það sem eftir er af búðunum.  Bestu kveðjur . Gunna S. (mamma Heiðu Elísabetar)

Guðrún S.Sigurðardóttir (IP-tala skráð) 18.6.2009 kl. 18:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband