Fyrsta nóttin í 1. flokki gekk vel enda flestir orðnir býsna þreyttir eftir erfiðan dag og sofnuðu fljótt þrátt fyrir að margir væru spenntir yfir að gista í burtu frá fjölskyldunni. Það voru því sprækir krakkar sem vöknuðu á níunda tímanum í morgun og er óhætt að segja að sumarbúðablandan hafi slegið í gegn í morgunmatnum, en það er seríos og kókópöffs blandað saman! Sumir kusu þó heldur hafragrautinn góða. Á dagskrá morgunsins var svo spennandi ævintýraratleikur, þar sem skipt var í lið og hlaupið um allt í leit að vísbendingum, sem leiddu að lokum til fjársjóðsleitar - smá gotterí!
Hádegismaturinn var ættaður frá Kattholti, paltar að hætti Emils - öðru nafni lifrarlummur sem flestum féllu vel í geð. Á fræðslustund dagsins eftir hádegið fylgdust krakkarnir áfram með ævintýrum bréfberans Bóasar, sem er að leita að Jesú frá Nasaret - og lærir ýmislegt um hann á leiðinni. Svo var það föndurstundin, en fyrst klipptu allir út fiska sem hengdir voru á net og minntu á söguna af því, þegar Jesús sagði lærisveinum sínum að veiða menn. Enn meira spennandi föndur var þó gipsgrímugerðin, en grímurnar verða málaðar seinna í flokknum.
Í kaffinu var svo dýrindis ostafleki og sandkaka í boði og rann hvort tveggja ljúflega niður með ískaldri mjólk. Eftir það var farið niður á völl í fótbolta, sumir kusu þó heldur að leika sér í skóginum í góða veðrinu. Allir skemmtu sér vel.
Nú er svo að líða að kvöldmat, sem er kakósúpa...
Nýjar myndir komnar í albúmið!
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að geta fylgst með í máli og myndum. Róar mömmuhjartað heilmikið :-)
Guð gefi ykkur öllum góða nótt
Anna (IP-tala skráð) 16.6.2009 kl. 23:04
Gaman að sjá að allir skemmta sér vel. Frábært að geta fylgst með hvað er að gerast:) Óska ykkur áframhaldandi góðrar skemmtunnar:) Kveðjur Fanney (mamma Önnu Guðnýjar)
Berghildur Fanney Hauksdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 09:30
Vóóó..............kókópöffssss.......Þetta er bara eins og á hótel "amma og afi" Kveðja,mamma Hilmis.
Hólmfríður Birgisdóttir (IP-tala skráð) 17.6.2009 kl. 09:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.