Velferðarsjóður barna úthlutaði styrkjum í gær vegna verkefnisins Sumargleði, en því er ætlað að gera sem flestum börnum kleift að taka þátt í uppbyggilegu tómstundastarfi yfir sumartímann, óháð efnahag foreldra. Samtals var úthlutað styrkjum að upphæð 80 milljónum króna til verkefna um land allt.
Kirkjumiðstöð Austurlands, sem frá upphafi hefur rekið sumarbúðastarfsemina við Eiðavatn, fékk úthlutað styrk að upphæð 240.000 kr. eða sem nemur dvalargjöldum 10 barna í sumarbúðunum í sumar. Því verða 10 börn styrkt að fullu til sumarbúðafarar, sem að öðrum kosti hefðu ekki tök á þátttöku í sumarbúðunum.
Foreldrar, sem hefðu áhuga á að nýta sér þetta tilboð, eru beðnir um að sækja um það sem fyrst hjá sr. Jóhönnu Sigmarsdóttur í innritunarsíma sumarbúðanna, 892-3890. Þar eru einnig veittar nánari upplýsingar um málið. Skráning í sumarbúðirnar hefur gengið vel og því eru nú aðallega laus pláss fyrir 7-9 ára börn vikuna 29. júní til 3. júlí og fyrir 8-12 ára börn vikuna 13.-17. júlí.
Þess má geta að annar stuðningsaðili Kirkjumiðstöðvarinnar er Soroptimistaklúbbur Austurlands, sem lagði á dögunum til vel þegið vinnuframlag við að snyrta umhverfi sumarbúðanna, koma árabátum á flot og undirbúa staðinn að öðru leyti fyrir sumarbúðastarfið, sem hefst næst komandi mánudag.
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.