Nú er ró að færast yfir sumarbúðirnar en leiðtogar eru inni hjá börnunum að lesa sögu og biðja kvöldbænirnar.
Í morgun var líf og fjör og nóg að gera. Eftir morgunverk og morgunmat komu þrír hestar í heimsókn ásamt eiganda sínum og fengu öll börnin sem vildu að kíkja á bak. Eftir að hafa setið hestana var haldið niður að vatni í bátaferð. Þar fengu börnin að prófa að róa bæði árabátum og kanóum.
Hádegismaturinn okkar var svo með kínversku sniði en það voru núðlur með grænmeti og kjúklingi, borðaðar með prjónum (eða skeið þegar fólk gafst upp). Marta leiðtogi sem var skiptinemi í Kína á síðasta ári svaraði svo spurningum barnanna um Kína og sýndi þeim nokkra muni sem hún tók með sér heim. Í kjölfarið var svo fræðslustund þar sem börnin lærðu um mikilvægi þess að nýta hæfileika sína, því við erum öll þýðingarmikil í augum Guðs. Svo fengu börnin að útbúa kókoskúlur sem verða borðaðar með kaffinu á morgun en þá stefnum við einmitt á ferðalag inn í Egilsstaði.
Í seinni útiverunni eftir kaffi fóru börnin í leiki úti í rústum þar sem meðal annars voru faldir nammipokar, þegar heim var komið aftur fengu börnin svo að klæða sig í sundföt og baða sig aðeins í Eiðavatni enda búið að vera alveg frábært veður hjá okkur í dag.
Börnin fengu svo skyr og brauð í kvöldmat og margir orðnir svangir eftir atburði dagsins. Það voru svo stelpurnar í herbergjum 6 og 7 sem undirbjuggu kvöldvökuna en meðan þær undirbjuggu leikina fóru nokkur börn niður að vatni til að renna fyrir fisk. Það var þó enginn fiskur sem beit á í þetta skiptið en vonandi gengur bara betur næst. Það var svo mikið fjör á kvöldvökunni og margir leikir enda fjörugar stelpur við stjórnvölinn. Það var svo Marta leiðtogi sem sagði börnunum söguna um mennina sem byggðu sér hús, annar á bjargi en hinn á sandi. Þessi saga minnir okkur á hversu mikilvægt það er að byggja líf sitt á orði Guðs.
Því miður hefur tæknin eitthvað verið að stríða okkur hér í sumarbúðunum. Fyrst bilaði síminn eitthvað svo fáir náðu sambandi í símatímanum í gær, það gekk þó vel í dag sem betur fer. Í gærkvöldi var svo nettengingin að stríða okkur svo fáar myndir fóru á vefinn og í dag ákvað myndavél sumarbúðanna að bila. Við höfum því notast við nokkrar myndavélar en snúrurnar eru ekki á staðnum svo fleiri myndum verður bætt við á morgun. Það voru þó nokkrar myndir settar inn á netið seinnipartinn í dag og fleiri koma á morgun. Vonandi verða öll tæknimálin þá komin í lag.
Góða nótt.
Flokkur: Bloggar | 23.7.2008 | 22:18 (breytt kl. 22:38) | Facebook
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Gaman að fylgjast með krökkunum, bíðum spennt eftir nýjum myndum :-)
Mamma Sigurjóns (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 13:01
Þetta er frábært að geta skoðað myndir og lesið hvað þau eru að gera og það er greinilega nóg að gera.
Mamma Sóley Rúnar (IP-tala skráð) 24.7.2008 kl. 18:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.