Vel gekk að sofna hjá börnunum í 5. flokki sumarbúðanna fyrsta kvöldið þeirra og sömuleiðis sváfu flestir vært fram til kl. 8:30 þegar vakið var, en aðrir hvíldu sig og voru hinir rólegustu. Börnin voru öll mjög dugleg að fara á fætur og taka til í herbergjum sínum, hylla fánann og borða morgunmat. Þetta eru svona morgunverkin okkar hér við Eiðavatnið og eftir þau tekur útiveran við fram að hádegismat. Í morgun var fyrst skipt í lið í teningaratleik með miklum hlaupum og hamagangi og síðan farið niður á knattspyrnuvöll þar sem flestir spörkuðu í tuðru af miklum móð en hinir léku sér í öðrum leikjum eða slökuðu á úti í móa.
Í hádegismatinn voru stórgóðar kjötbollur að hætti Guðnýjar, annarrar matráðskonunnar, ásamt sósu og öðru tilheyrandi, en eftir matinn voru börnin kölluð á sal fyrir reglubundna fræðslustund og svo föndur í framhaldinu. Í dag lærðu börnin m.a. um gildi fyrirgefningarinnar og föndruðu svo laufblöð fyrir fingrafarakærleikstré sumarbúðanna. Þá hófst hinn sívinsæli leynivinaleikur og eru nú allir búnir að draga einhvern annan í flokknum til að senda skemmtileg bréf og glaðninga það sem eftir er vikunnar.
Eftir kaffi tók útiveran aftur við, að þessu sinni brennómót og fleira skemmtilegt úti á stétt, en við reynum að vera sem mest úti við þegar veður leyfir, hreyfa okkur og hafa gaman. Eftir kvöldmat er þó jafnan frjáls tími og þá geta þeir sem vilja verið inni, slakað á inni á herbergjum eða dundað við föndur eða leikföng. Í kvöldmatnum fengu börnin stafasúpu og brauð og kl. 20:30 hófst sprellfjörug kvöldvaka sem börnin í herbergjum 3, 4 og 5 sáu um. Í framhaldinu fengu börnin kex og mjólk í kvöldkaffinu, hlýddu á kvöldhugvekju og svo sögu á herbergjum. Ró er nú hér í búðunum og menn hvílast og safna kröftum fyrir nýjan dag.
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flott bloggsíða hjá ykkur. Kveðjur.
Jón Halldór Guðmundsson, 23.7.2008 kl. 00:34
Frábært hvað þið eruð fljót að setja inn blogg og myndir. Takk kærlega fyrir það
Edda Egils (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 10:33
Gott hjá ykkur. Frábært að börnin fái kjötbollur og fræðslu um fyrirgefninguna.
Jón Gunnar (IP-tala skráð) 23.7.2008 kl. 14:38
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.