1. dagur

Jæja kæru lesendur þá hefur færst ró yfir sumarbúðirnar eftir fjörugt kvöld.

Þegar börnin höfðu kvatt foreldra sína og komið sér fyrir var svokölluð upphafsstund í salnum þar sem börn og leiðtogar kynntu sig og allir lærðu reglur sumarbúðanna. Í beinu framhaldi var svo pastasalat sem allir borðuðu með bestu lyst.

Eftir kvöldmat var svo frjáls tími fram að kvöldvöku sem stelpurnar í herbergjum 8 og 9 sáu um. Þar var margt á dagskrá, mikið fjör og kvöldvakan löng. Það eru því þreytt börn sem liggja uppi í koju núna að hlusta á sögu og biðja kvöldbænir með leiðtogum sínum.

Myndir frá kvöldinu birtast von bráðar á myndasíðunni hér til hliðar.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband