Í morgun, 18. júlí, vöknuðu börnin á vanalegum tíma kl. 8:30 og að lokinni tiltekt í herbergjum, fánahyllingu og morgunmat var farið út, í svo nefndan teningaratleik. Þar var mikið hlaupið og spennan mikil þó að veðrið væri ekki hið allra skemmtilegasta, garri og dulitlar skúrir.
Þegar inn var komið klæddu börnin sig upp fyrir hátíðina sem framundan var á þessum veislu- og messudegi. Hátíðin hófst með veislumat í hádeginu, bayonne-skinku með öllu tilheyrandi meðlæti, jafnvel brúnuðum kartöflum. Svo fengu börnin Sun Lolly að sleikja í desert! Upp úr hádeginu hófst undirbúningur guðsþjónustu og æfðu börnin leikþátt, skreyttu salinn og undirbjuggu ritningarlestra til þess að messan klukkan 14:30 yrði sem hátíðlegust, en það var sr. Jóhanna Sigmarsdóttir sem kom og annaðist hana. Í beinu framhaldi af messunni var tekin hópmynd af öllum í fínu fötunum en þá mynd fá krakkarnir í jólakorti frá Kirkjumiðstöðinni í desember. Messukaffið var svo ekki af verri endanum, skúffukaka og kleinur.
Að kaffinu loknu létu börn og leiðtogar ekki kuldalegt veður á sig fá heldur drifu sig út í ýmsa leiki. Í kvöldmatinn voru grillaðar pylsur að hætti leiðtoga og veislukvöldvaka í umsjá þeirra. Kvöldvakan hófst á æsispennandi brennóleik við sigurlið brennókeppninnar, en í því voru Fjóla, María, Hafþór, Egill, Ingvi og Kiddi en leiðtogar báru sigur úr býtum, naumlega þó. Kvölddagskránni lauk með því að allir fengu ís og hlýddu svo á kvöldhugleiðingu frá Baldri leiðtoga.
Þá er ekki annað eftir en að þakka fyrir vikuna, sjáumst kl. 13 á morgun. Kveðja, leiðtogar sumarbúðanna.
Ps: Það eru komnar inn nýjar myndir, þær síðustu úr flokknum - og extra margar af strákunum að þessu sinni!
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.