Í morgun, 17. júlí, voru börnin vakin kl. 9:00 eða hálftíma seinna en vanalega þar sem þau höfðu vakað fram eftir í náttfatapartýi í gærkvöldi. Eftir fánahyllingu og morgunmat eða upp úr kl. 10 tók við fræðslustund þar sem börnin lærðu um frásögn Jesú um faríseann og tollheimtumanninn, en faríseinn miklaðist í bæn sinni á að vera betri en aðrir menn, en Guði líkaði betur hin auðmjúka bæn tollheimtumannsins. Einnig lærðu börnin um Pál postula og föndruðu kærleikssteina.
Í hádegismatinn var kjötfars og kartöflumús en kl. 13 beið barnanna rúta frá Tanna Travel sem flutti þau inn í Egilsstaði í hefðbundið ferðalag sumarbúðanna. Fyrsti viðkomustaður var Söluskáli KHB þar sem 300 kr. vasapeningnum var eytt, annar áfangastaðurinn Selskógur þar sem dvalið var drjúga stund við leiki og kaffið drukkið, og sá þriðji Egilsstaðalaug þar sem börnin busluðu fram á sjötta tímann. Við heimkomu í Kirkjumiðstöðinni var flatbaka í kvöldmatinn, og var henni sporðrennt með bestu lyst.
Frjáls tími var eins og oftast frá kvöldmat fram að kvöldvökunni kl. 20:30, og var á þeim tíma m.a. í boði borðtennis- og skákmót fyrir áhugasama. Kvöldvakan í kvöld var í umsjón stúlknanna í herbergjum 3 og 4 (Victoriu, Bergdísar, Valdísar, Móeiðar, Heiðdísar og Natalíu) og einkenndist hún af miklum galsa sem vænta mátti. Kvöldhugleiðinguna flutti Marta leiðtogi svo börnunum, út frá dæmisögu Jesú um mennina tvo sem byggðu hús sín annars vegar á bjargi, þ.e. sá hyggni, og hins vegar á sandi, þ.e. sá heimski, en bjargið merkir að byggja líf sitt á Guðs orði. Nú eru leiðtogar að lesa kvöldsögur fyrir börnin inni á herbergjum og ró færist brátt yfir sumarbúðirnar.
Nýjar myndir (frá deginum í dag og gærdeginum) verða komnar inn í myndaalbúmið innan stundar.
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Flottar myndir, sætar stelpur, mættu vera fleyri myndir af strákunum. Fóru þeir ekki á hestbak eða að róa? smá ábending í góðu.
mamma (IP-tala skráð) 18.7.2008 kl. 09:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.