4. flokkur - upphafsdagur

Þá eru krakkarnir í 4. flokki mættir á svæðið og að tygja sig í háttinn eftir upphafsdaginn. Nú er aðeins 21 barn á staðnum og hópurinn mjög rólegur og jákvæður. Við hlökkum til skemmtilegra daga með þeim. Þegar allir foreldrar höfðu kvatt nú áðan voru krakkarnir kallaðir á sal fyrir upphafssamveru sumarbúðanna þar sem allir kynntu sig og fengu að heyra reglur staðarins. Þá tók við fyrsta máltíðin, kvöldmatur kl. 18:30, kalt pastasalat og brauð, en heit aðalmáltíð dagsins er jafnan í hádeginu í sumarbúðunum, svo að krakkarnir hafi orku fyrir daginn.

Að kvöldmatnum loknum höfðu krakkarnir frjálsan tíma sem þeir notuðu m.a. til að velja nöfn á herbergin sín og stelpurnar í herbergjum 1 og 2 (Hafnar- og Seyðisfjarðarstelpurnar) undirbjuggu leiki og önnur skemmtiatriði fyrir hressilega kvöldvöku, sem hófst svo kl. 20:30. (Nú eru komnar inn á síðuna myndir frá henni.) Eftir kvöldvökuna fengu börnin ávexti í kvöldhressingu og að því búnu tók við stutt helgistund með söng og biblíusögu. Nú fara leiðtogarnir brátt að byrja að lesa kvöldsögu inni á herbergjum og vonandi gengur liðinu vel að sofna í nótt. Meira á morgun.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband