Síðasti dagur.

Góða kvöldið, það er gaman að sjá hvað foreldrar eru duglegir að skoða bloggsíðuna okkar og skrifa athugasemdir. Ég held að mér sé óhætt að fullyrða að það verða þreytt en ánægð börn sem þið hittið á morgun. Þetta er búinn að vera erfiður dagur fyrir suma sökum þreytu en ánægjulegur engu að síður og vonandi sofna allir sem fyrst.

Í morgun vorum við svo heppin að fá hesta í heimsókn og fengu allir sem vildu að prófa að setjast á bak í smá stund. Meðan börnin biðu eftir að komast á hestbak eða eftir að þau voru búin byrjuðu þau að pakka niður með aðstoð leiðtoga og þar sem það gekk svo vel getur vel verið að við leyfum þeim að sofa hálftíma lengur í fyrramálið, mörgum þeirra veitir ekkert af því!

Fyrir hádegismat skelltu sér svo allir í fínu fötin því okkar beið dýrindis veislumatur, kjúklingabringur og franskar. Svo tóku börnin þátt í að undirbúa messu en sr. Jóhanna sóknarprestur á Eiðum kom til okkar og leiddi guðsþjónustu þar sem börnin spiluðu stórt hlutverk með söng, lestri, leiklist og skreytingum. Í kjölfarið var svo hátíðarkaffi.

Þegar kaffitíma var lokið fóru allir út aftur og í þetta sinn að skoða rústirnar okkar. Í rústunum var farið í litaleik og í lokin var nammið klárað þar sem allir fengu að leita að nammipoka. Þegar komið var heim í sumarbúðir var haldið niður að vatni þar sem þeir sem vildu fengu að vaða í smá stund. Eftir útiveruna var svo öllum boðið út að borða þar sem við leiðtogarnir grilluðum pylsur úti á stétt.

Það voru svo leiðtogarnir sem sáu um kvöldvökuna í kvöld sem byrjaði á æsispennandi brennókepnni milli leiðtoga og sigurliðs brennókeppninnar. Því næst sýndu leiðtogarnir leikrit og sögðu börnunum bullfréttir úr flokknum. Á helgistundinni sáu börnin svo síðasta leikritið úr fræðslunni.

Nú eru langflest börnin sofnuð og leiðtogar fara brátt að sofa líka. Góða nótt og sjáumst kl. 13 á morgun


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Mikið er gaman að sjá hvað tíminn í sumarbúðunum er búin að vera skemmtilegur. Hlakka til að hitta strákinn minn á morgun. Hafið þökk fyrir. Kveðja Ágústa Berg mamma Sveins Gunnþórs )

Ágústa Berg (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 00:27

2 identicon

Æðislegt að geta fylgst með krökkunum, og greinilega gaman hjá þeim. Svo ekki sé minnst á góða veðrið hjá ykkur, hérna er bara búið að vera þokumistur.

Hlökkum svakalega til að koma á morgun og hitta gríslinginn okkar.

Kveðja frá Norðfirði.

Maria Lind (mamma hennar Guðrúnu Helgu).

Maria Lind (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 01:09

3 identicon

Þið standið ykkur vel í blogginu..takk fyrir það Hlakka til að hitta skvísuna mína eftir smá stund. Sjáumst, Sigga Þ(mamma Tinnu)

Sigga Þrúða (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 10:40

4 identicon

Mikið rosalega er gaman að mín fékk að upplifa sumarbúðir,hún skemmti sér svo vel og ég svo smeyk að senda hana svona.En ég lifði það og hún heldur betur,segist ekki hafa skemmt sér svona vel áður og langar að fara aftur.En takk fyrir góðan lærdóm og skemmtun og að fá að fylgjast með öllu.

Kveðjur frá Reykjavík Júlía mamma Kristínar Birnu

Júlía (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 21:24

5 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

María Bóel er gríðarlega ánægð með dvölina og vil fara aftur að ári. Takk fyrir okkur.

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 12.7.2008 kl. 01:44

6 identicon

Það voru þreyttir og ánægðir peyjar sem komu heim á föstudaginn.  Takk fyrir allt saman og gaman að við forelrar getum fylgst svona vel með í fjarlægð.  Þeir koma örugglega að ári.

Bestu kveðjur  Guðbjörg mamma Ágústar Mána og Hafsteins Elvars

Guðbjörg (IP-tala skráð) 14.7.2008 kl. 08:22

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband