Já í dag hafa allir verið á fullu og það voru því þreytt og ánægð börn sem skriðu upp í koju til að hlusta á sögu og biðja kvöldbænirnar með leiðtogunum. Eftir tiltekt, fánahyllingu og morgunmat var fræðslustund en við vinnum áfram með þemað "Þú ert þýðingarmikill". Persónan Jón Jónsson kíkti í heimsókn og svo fengu öll börnin að mála steina sem þau taka með sér heim.
Eftir að allir höfðu borðað sig sadda og vel það af Lasagne var haldið upp í rútu sem fór með okkur inn í Egilsstaði. Fyrsta stopp var söluskálinn þar sem börnin fengu að kaupa sér nammi fyrir vasapeninginn. Því næst var haldið í Selskóginn og þar var hlaupið og sparkað og hoppað og hlegið. Við drukkum líka kaffið í Selskóginum og þá fengu allir pizzasnúð og kókoskúlurnar sem þau gerðu í gær. Eftir allt fjörið í Selskóginum var svo haldið í sundlaugina á Egilsstöðum þar sem allir komust í sturtu og gátu leikið sér í rennibrautinni og sundlauginni.
Þegar heim var komið var fjörið þó alls ekki búið því allir fengu pizzu í kvöldmatinn og áður en kvöldvakan var haldin var gefið leyfi til að fara niður að vatni til að veiða eða vaða upp að hnjám, það vildi þó þannig til að ýmsir fóru aðeins dýpra en stóð til, þau voru þó fljót að koma sér í þurr föt svo líklega verður engum meint af volkinu. Stelpurnar í herbergjum 9 og 10 sáu svo um að halda uppi fjörinu á kvöldvökunni og þar var að sjálfsögðu mikið sungið og hlegið.
Nú eru flest börnin svifin inn í draumalandið og hlakka til að takast á við lokadaginn í sumarbúðunum á morgun.
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Kærar þakkir fyrir að fá að fylgjast með! Það er greinilega alveg rosalega gaman hjá krökkunum og ég veit að þessi dvöl á eftir að lifa lengi í minningunni hjá þeim.
Bestu kveðjur
Ragna, mamma Sóleyjar Örnu
Ragna Hreinsdóttir (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 23:31
Greinilega frábær dagur! Mér líst vel á matseðilinn. Mín manneskja var smá smeik við matvendni sína en mér sýnist þetta allt standast væntingar og rúmlega það. Gaman að fylgjast með ykkur.
kv. pabbi Maríu Bóelar
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 10.7.2008 kl. 13:24
Vá þetta hefur verið annasamur dagur hjá ykkur.Gaman að sjá myndirnar og blogið.
Kv Júlía mamma Kristínar Birnu
Júlía (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 18:01
Gaman að geta skoðað myndir og lesið hvað er gaman hjá ykkur.
Kveðja frá Danmörku!
Gunna mamma Maríu Bóelar.
Gunna Smára (IP-tala skráð) 10.7.2008 kl. 19:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.