Dagur er að kvöldi kominn í sumarbúðunum, en veðrið hefur leikið við okkur í dag þrátt fyrir svalan gust. Í morgun voru öll börnin steinsofandi þegar átti að vekja þau en voru dugleg að fara á fætur, taka til í herbergjum, hylla fánann og borða morgunmat. Síðan var nú loksins hægt að drífa sig út á báta við miklar vinsældir. Sumir fengu að fara einir á kanó inni í vík Eiðavatnsins en aðrir sigldu lengra út á vatnið á árabátum með leiðtogum. Allir þurftu að fara í björgunarvesti. Þegar inn var komið af vatninu beið okkar svikinn héri með kartöflum, brúnni sósu og salati og er óhætt að segja að menn hafi tekið vel til matar síns!
Eftir hádegismatinn var hefðbundin fræðslustund og var að þessu sinni sýndur leikþáttur, sem kenndi okkur hve mikilvægt það er að nota þá hæfileika, sem Guð hefur gefið okkur, og finnast maður ekki vera þýðingarlítill - því það er jú enginn. "Föndur" dagsins var óvenjulegt, því að það voru kókoskúlur sem börnin hnoðuðu og mótuðu og borðuðu síðan með bestu lyst í kaffinu, ásamt brauði og afmæliskökunni hennar Maríu Bóelar, sem varð sjö ára í dag. Til hamingju með daginn!
Ratleikur með miklum hlaupum og fjöri tók við síðdegis og svo frjáls tími undir kvöld, þar sem börnin gátu teiknað og perlað, leikið sér með bolta og bandýkylfur eða hvað sem þeim datt í hug - jafnvel leitað að spennandi leynistöðum í runnunum í nágrenni sumarbúðanna! Í kvöld fengu einnig þeir sem komu með veiðistangir að rölta niður að vatni í fylgd með Hlín sumarbúðastjóra og renna fyrir fisk, en ekki beit hann á í þetta skiptið. Í kvöldmatnum leyfði Kristjana ráðskona börnunum að velja á milli þess að fá makkarónugraut með kanelsykri og rúsínum eða skyr með mjólk. Nú er kvöldvöku að ljúka og framundan vanaleg kvölddagskrá með ávaxtakvöldhressingu, hugleiðingu á sal og svo sögu og kvöldbæn inni á herbergjum. Nýjar myndir koma inn seinna í kvöld. Góða nótt.
Flokkur: Bloggar | 8.7.2008 | 21:14 (breytt kl. 21:17) | Facebook
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þetta hefur verið viðburðarríkur dagur hjá börnunum í dag
María til hamingju með daginn. EKki neitt smá flott að fá afmælisveislu í sumarbúðum
Gaman að geta fylgst smá með. Takk fyrir þetta.
kveðja frá mömmu hennar Nönnu Bjarkar.
Guðlaug Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 21:34
Þetta hefur verið ævintýradagur, ég býð spennt að sjá myndirnar frá þessum viðburðaríka degi
Það er gaman að geta kíkt hér inn, það er greinilega mikið fjör hjá ykkur. Bestu kveðjur Svala mamma Emblu Guðrúnar.
Svala Bryndís Hjaltadóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 22:40
En hvað hlýtur að vera gaman hjá ykkur. Það er alveg frábært að geta fylgst með. Kveðja Nína (mamma Óla Björns)
Nína (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 22:43
Greinilega góður dagur! Gaman að sjá myndir,sumir hafa verið virkir í kókoskúlugerðinni en ég er ekki viss um að þeir hafi verið jafn virkir í að borða þær.
Kær kveðja! Hólmfríður mamma Hilmis.
Hólmfríður Birgisdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 23:43
Þetta er æði..að geta njósnað svona um ykkur. Þið haldið bara áfram að vera dugleg að blogga(við erum svo dugleg að kommenta) og um að gera að vera ekkert að spara myndirnar. Vildi að ég mætti fara í sumarbúðir aftur...verð bara að bíða þangað til ég get farið með eldriborgurum
Kv Sigga Þ(mamma Tinnu) og co
Sigga Þrúða (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 00:18
Gaman að sjá hvað öll börnin eru glöð. Þau eru greinilega alveg búin á því eftir daginn eða jafnvel bara svona gott að sofa þarna í kirkjumiðstöðinni
.Ég hef nú ekki farið í sumarbúðir en ég held að ég bíði bara eftir fjörinu í ellinni eins og Sigga. Nú fer að styttast í að sprelligosinn minn komi heim og hefur sjálfsagt mikið að segja um allt þetta ævintýri. Til hamingju með afmælisbarnið
Kveðja Borghildur.
Borghildur (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 00:35
Það er aldeilis fjör hjá ykkur og gaman að veðrið skuli leika við ykkur, við erum bara í þokunni hér heima. Njótið öll vel þetta er ævintýri út í eitt(veit af eigin raun).
Bestu kveðjur Guðbjörg mamma Hafsteins Elvars og Ágústar Mána.
Guðbjörg (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 08:41
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.