2. dagur

Jæja þá eru leiðtogar að klára að biðja kvöldbænirnar með börnunum sem verða líklega fljót að sofna eftir annasaman dag. Þorgeir vakti öll börnin með söng klukkan 8:30 í morgun og þá tók við tiltekt og fánahylling.Mjög vel var tekið til í flestum herbergjum sem fengu þá þrjár stjörnur en á heimfarardaginn fá þau herbergi sérstaka viðurkenningu sem fá flestar stjörnur fyrir tiltekt.

Eftir morgunmat var svo útivera, sólin sveik okkur eitthvað og smá vindur kom til að stríða okkur og þar af leiðandi var ekki hægt að fara út á báta í morgun en við stefnum ótrauð á bátsferðir í fyrramálið. En þrátt fyrir vind gefst enginn upp hér í sumarbúðunum og haldið var í brennókeppni þar sem herbergi 2 og 9 báru sigur úr býtum og fá því að keppa við leiðtogana síðasta kvöldið. 

Eftir að allir höfðu borðað sig sadda af fiskibollum í hádegismatnum var fræðslustund þar sem persónan Jón Jónsson mætti á svæðið og lærði hvað það er að vera þýðingarmikill í augum Guðs. Svo föndruðu allir laufblað með nafninu sínu sem límt var á tré á veggnum í salnum. 

Eftir kaffitíma var svo farið niður á fótboltavöll í fótbolta og ýmsa leiki. Í kvöld voru það svo herbergi 4, 5 og 6 sem sáu um kvöldvökuna og héldu uppi stuðinu. Það voru því þreytt börn sem lögðust á koddann og hlustuðu á sögur frá leiðtogum sínum og báðu með þeim kvöldbænir.

Myndirnar eru komnar á myndasíðuna hér til hliðar. 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Takk fyrir myndirnar og gaman að sjá að allir séu farnir að brosa og skemmta sér. Ég vona að þið fáið betra veður á morgun og getið farið að sigla á bátunum. Kær kveðja Bozena Teresa  ( mamma Alexöndru Erlu)  

Bożena Teresa (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 23:23

2 identicon

Ummmm.........girnilegar fiskibollur! Greinilega alltaf jafngaman í sumarbúðum  Kær kveðja! Hólmfríður ( mamma Hilmis )

Hólmfríður Birgisdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 23:29

3 identicon

Gaman að sjá hvað börnin eru ánægð. Ég veit að minn maður er hrifinn af fiskibollum  Kveðja og  Borghildur (Mamma Stefáns Alex).

Borghildur (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 00:22

4 Smámynd: Guðmundur Rafnkell Gíslason

Flott að allt gengur vel.

Í dag á María Bóel afmæli og það er skrýtið að hún sé að heiman. Ég veit hins vegar að hún nýtur dagsins hjá ykkur. Afmæliskveðja frá pabba!

Guðmundur Rafnkell Gíslason, 8.7.2008 kl. 08:44

5 identicon

Gaman að allir séu kátir..vonandi kemur góða veðrið í dag Það er örugglega bara gaman að eiga afmæli í sumarbúðum, Til hamingju María Bóel. Kv. Sigga Þrúða, Tóti og Fannar Örn ( fjölskylda Tinnu Rutar)

Sigga Þrúða (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 10:20

6 identicon

Innilegar hamingjuóskir með afmælið elsku María Bóel Kær kveðja! Fjölskylda Hilmis.

Hólmfríður Birgisdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 15:01

7 identicon

Frábært að fá fréttir frá okkur og myndir. Eygló skemmtir sér örugglega jafn vel og eldri systur hennar sem fóru í sumarbúðir fyrir mörgum árum. Bestu kveðjur til ykkar, Svana - Eskifirði.

Svanbjörg Pálsdóttir (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 19:29

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband