Jæja þá eru allir komnir í ró, bæði börn og leiðtogar.
Það eru 37 börn mætt í sumarbúðirnar til okkar í þetta skiptið og það stefnir allt í skemmtilega viku hjá okkur í sumarbúðunum. Þegar foreldrar höfðu kvatt börnin sín var upphafsstund þar sem allir kynntu sig og lærðu reglur sumarbúðanna. Í kvöld sáu svo strákarnir í herbergi 3 og stelpurnar í herbergjum 7 og 8 um skemmtilega kvöldvöku. Krakkarnir skemmtu sér konunglega á kvöldvökunni enda margir skemmtilegir leikir á dagskrá og greinilega hugmyndaríkir krakkar við stjórnvölinn ásamt úrvals leiðtogum.
Eftir kvöldvökuna fengu allir ávexti í kvöldkaffinu og svo sagði Marta leiðtogi öllum söguna um manninn sem byggði hús sitt á bjargi og hinn sem byggði hús á sandi og minnti okkur á hvað það er gott og mikilvægt að treysta Guði. Fyrir háttatímann var svo bænastund fyrir þá sem vildu en leiðtogar fóru líka með kvöldbænir inni á herbergjum með börnunum fyrir háttinn eftir að hafa lesið fyrir þau.
Fyrsta kvöldið gekk sem sagt mjög vel hér hjá okkur, börnin voru mislengi að sofna eins og gengur og nokkur tár féllu en það er alltaf eðlilegt svona fyrsta kvöldið. En núna eru öll börnin sofnuð sæl og ánægð eftir fyrsta daginn í sumarbúðunum og bíða spennt eftir góða veðrinu sem var búið að spá.
Myndir frá kvöldinu í kvöld verða settar inn á morgun.
Bestu kveðjur frá leiðtogunum.
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Frábært að geta fylgst með ykkur hér! Fjörið greinilega bara strax byrjað..man vel hvað þetta var allt skemmtilegt:-) Hálf 2..væri ekkert hissa þó einhver sem ég þekki hefði sofnað síðust, en vonandi verða allir rosa þreyttir í kvöld. Kveðja úr þokunni í Nesk. Sigga(mamma Tinnu Rutar)
Sigga Þrúða (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 11:56
Gaman að geta fylgst með ykkur hér. Eigið frábærann tíma þessa viku bæði börn og leiðtogar. Kveðja frá Seyðisfirði Ágústa ( mamma Sveins Gunnþórs )
Ágústa Berg (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 12:29
En hvað er gott að heyra hvað gengur vel. Það verður gaman að sjá myndir úr starfinu þar sem veðurspáin er svo góð næstu daga. Hafið það sem best. Kveðja frá Fáskrúðsf. (mamma Stefáns Alex)
Borghildur (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 12:30
Glæsilegt. Frábært að geta fylgst hér með. Kær kveðja! Gummi (pabbi Maríu Bóelar)
Guðmundur Rafnkell Gíslason, 7.7.2008 kl. 12:53
Hehe sniðugt að hafa smá blogg til að geta fylgst með úr fjarlægð.
Gaman að segja frá því að ef þetta er sú Sigga Þrúða sem ég hef grun um að sé sem kvittar hér að ofan frá Neskaupstað þá man ég eftir henni úr sumarbúðunum á Eiðum frá því fyrir ca 25 árum síðan
Og nú eru gríslingarnir mættir í fjörið
Kveðjur frá Hornafirði. Siggi (pabbi Ægis)
Siggi (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 13:03
Gaman að geta fylgst með ykkur.
Hlakka til að sjá myndir seinna í dag. Vonandi að allir séu úthvíldir þrátt fyrir
"erfitt "kvöld. Góða skemmtun. Guðlaug mamma Nönnu Bjarkar:-)
Gudlaug Ragnarsdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 13:19
Frábært að hafa þessa síðu þá getur maður spæjað aðeins.
Hlakka til að sjá myndirnar. Kær kveðja! Hólmfríður ( mamma Hilmis )
Hólmfríður Birgisdóttir (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 17:00
Hlakka til að sjá myndirnar. Góða skemmtun.
kv Dandý mamma Elísar og Erlu.
Dandý (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 19:33
ha ha..enn skondið, ég man vel eftir þér Siggi og ykkur töffurunum frá Hornafirði
Vonum bara að börnin verði stilt og prúð í sumarbúðunum eins og við vorum.....
Sigga Þrúða (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 22:47
Halló halló! Gaman að fá fréttir og skoða myndir frá ykkur. Vona að allt gangi vel og að veðrið verði þokkalegt.
Kv. frá Vopnafirði, Birna mamma Daníels
Birna Margrét (IP-tala skráð) 7.7.2008 kl. 23:00
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.