Nú eru tveir dagar liðnir og Eiðar komnir í netsamband. Héðan er allt gott að frétta og öllum líður vel.
Fyrsta kvöldið sáu stelpurnar í herbergjum 9 og 10 um kvöldvöku og skemmtu allir sér konunglega.
Í gær fórum við út á báta og fyrst var byrjað á því að fara yfir báta reglur og svo fengu auðvitað allir björgunarvesti. Þetta gekk allt saman mjög vel og krökkunum fannst alveg frábært að komast út á báta. Í hádeginu elduðu Kristjana og Guðný í eldhúsinu handa okkur bjúgur sem krakkarnir borðuðu með bestu lyst. Eftir hádegi var svo meðal annars föndrað, sungið, haldið fótboltamót og farið í skotbolta. Við fengum svo kakósúpu um kvöldið. Strákarnir í herbergjum 1,2 og 3 sáu svo um að skemmta liðinu á kvöldvöku í gærkvöldi.
Í dag var svo ferðadagur. Þegar allir voru orðnir pakksaddir af fiskibollum var lagt af stað í rútu til Egilsstaða. Þar fórum við í sjoppu og keyptum nammi og fórum svo upp í skóg. Þar var borðað nesti og krakkarnir léku sér í leiktækjunum. Síðan var haldið í sundlaugina á Egilsstöðum. Það var frábært veður allan tímann og voru allir ánægðir með ferðina. Þegar við komum aftur út í Eiða voru haldið pulsupartý út á stétt í góða veðrinu. Kvöldvakan í kvöld var svo í umsjá strákanna í herbergjum 4 og 5 og stóðu þeir sig með prýði og æfðu meira að segja leikrit. Núna eru allir komnir í sín herbergi og komin er ró.
Dagurinn í dag er því búin að ganga mjög vel. Þetta er svaka fínn hópur og allt búið að ganga mjög vel. Á morgun á víst að vera smá rigning en við látum ekki smá rigningu stöðva okkur og ætlum að bralla ýmislegt skemmtilegt
Kær kveðja leiðtogar
Flokkur: Bloggar | 24.6.2008 | 23:37 (breytt kl. 23:37) | Facebook
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.