Jæja nú er síðasti hópurinn farinn hérna í sumarbúðunum við Eiðavatn og var starfsfólk ekki nægilega duglegt við að blogga meðan á frágangi stóð.
Síðasti dagurinn var ljómandi skemmtilegur eins og börnin hafa eflaust sagt ykkur frá. Fyrir hádegi var farið í fjársjóðsleit þar sem allir hópar fundu fjársjóð með nammi og minnisversum eftir að hafa leyst hinar ótrúlegustu þrautir. Eftir hádegi var svo fræðsla og föndur þar sem útbúin voru bókamerki og gluggamyndir og hafið þið væntanlega séð afraksturinn. Eftir kaffi voru rústirnar hérna við sumarbúðirnar skoðaðar og farið í stórskemmtilegan litaleik þar.
Í kvöldmatinn var svo pizza og leiðtogarnir enduðu á að stjórna kvöldvöku. Sigurlið brennókeppninnar fékk að keppa við leiðtogana og náðu leiðtogarnir með naumindum að sigra. Svo brugðu leiðtogarnir sér í ýmis gervi, sýndu mörg fyndin leikrit og sögðu fréttir úr flokknum. Þegar allir höfðu fengið ís í kvöldkaffi og bjuggust við að fara í háttinn ákváðu leiðtogarnir að senda alla niður á fótboltavöll þar sem var varðeldur. Þar var svo sýndur síðasti leikþátturinn um heilagan anda áður en allir héldu upp í sumarbúðir í háttinn þreyttir og ánægðir eftir skemmtilegan flokk.
Við leiðtogarnir viljum nota tækifærið og þakka börnunum kærlega fyrir samveruna. Það hefur allt gengið svo vel í sumarbúðunum og börnin vonandi eignast marga nýja vini og kynnst Guði betur.
Vonandi mæta sem flest börn aftur á næsta ári.
Kveðja, leiðtogarnir.
PS Myndirnar frá síðasta deginum eru komnar í albúmið
Flokkur: Bloggar | 26.7.2007 | 17:05 (breytt kl. 17:06) | Facebook
Ágúst 2025 | ||||||
S | M | Þ | M | F | F | L |
---|---|---|---|---|---|---|
1 | 2 | |||||
3 | 4 | 5 | 6 | 7 | 8 | 9 |
10 | 11 | 12 | 13 | 14 | 15 | 16 |
17 | 18 | 19 | 20 | 21 | 22 | 23 |
24 | 25 | 26 | 27 | 28 | 29 | 30 |
31 |
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.8.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.